Jæja þá er allt klárt, ég er að fara á gæs á morgun 21.08.2001 búinn að rífa Benelli-inn í sundur og pússa hvert einasta stykki og “pinninn” er í, gervigæsinar eru komnar fram við hurð svo og felunetin og veiðigallinn er í bakpokanum. Stefnan er tekin á kvöldflug á annað kvöld og svo morgun- og kvöldflug á miðvikudaginn. Reyna á við gæsina í kringum Skaftá við Kirkjubæjarklaustur en það svæði gaf ágætlega í fyrra. Það er ekki laust við að maður sé hálf spenntur enda búinn að bíða síðan í vor að komast á gæs, hundurinn finnur á sér að eitthvað er í gangi þó svo að hann sé bara 5 mánaða gamall og hann fylgdist vel með þegar að byssan var gerð klár.
Það væri svo gaman að fá einhverjar veiðisögur frá ykkur hinum um leið og þær berast, ég læt allavegan í mér heyra eftir þennan túr.
Ajaxinn kveður í bili