Sjóbirtingsveiði í Grímsá í Borgarfirði

Hreggnasi ehf í samvinnu við SVFR býður nú upp á sölu á sjóbirtingsveiði í Grímsá. Um er að ræða tilraunaveiði og stendur sala SVFR yfir frá 3 - 15 Október. Veitt er á tvær stangir frá brúnni við Fossatún og niður að Árbakkaklöpp. Athygli skal vakin á því að aðeins 26 stangardagar eru í boði að þessu sinni.

Aukning hefur verið á sjóbirtingsgengd í Grímsá líkt og annarsstaðar á vesturlandi og er meining Veiðifélags Grímsár og leigutaka árinnar að meta þessar veiðar. Tekið skal fram að hér er á ferðinni tilraun og eru veiðileyfin verðlögð með það að leiðarljósi og aðeins eru notaðar tvær dagsstangir hverju sinni. Því eru aðeins 26 stangardagar í boði að þessu sinni. Veiðisvæðið nær frá brú við Fossatún og niður að Árbakkaklöpp, en eftirtaldir staðir eru friðaðir að öllu leiti fyrir veiði :Móbergshylur-Svartistokkur-Stórlaxaflöt-Húsbreiða- Lambaklettsfljót.

Takmarkanir eru á veiðunum þar sem hrygningastaðir laxa eru í neðri ánni og munu veiðimenn þurfa að virða veiðibann á ákveðnum veiðistöðum. Mjög mikilvægt er að þessar reglur séu virtar, að öðrum kosti verður veiðunum hætt. Veiðileyfin eru aðeins seld á skrifstofu SVFR, og kostar hver dagsstöng 5.500 krónur. Stangirnar tvær eru helst seldar saman, aðeins er veitt á flugu og er skyllt að sleppa öllum laxi án undantekninga. Seldir eru stakir dagar frá morgni til kvölds án gistingar.

Hér er athygliverð tilraun á ferðinni og nú gefst veiðimönnum tækifæri á að lengja örlítið tímabilið og renna fyrir sjóbirting fyrir sangjarnt verð í þessari Drottningu laxveiðiánna

Allar nánari upplýsingar veitir Haraldur Eiríksson fyrir SVFR í síma 5686050

Samkvæmt heimildum agn.is