Að veiða og sleppa er veiðiaðferð sem margir nota í veiðum, og eru til dæmi um ár sem leyfa aðeins veiða/sleppa aðferðina.
Mér finnst að það ætti bókstaflega að banna þessar veiðar. Með þessu er bókstaflega verið að kvelja veslings fiskana þegar það á ekki að drepa þá til þess að borða.
Svo ég spyr: hver er tilgangurinn með þessum veiðum?
Margir veiða / sleppa veiðimenn segja að þetta sé hin eina sanna sportveiði. Þá spyr ég þá veiðimenn af hverju það sé bara sportveiði þegar maður veiðir með flugu og sleppir fisknum sem þeir hafa verið að pína með því að krækja öngli í fiskinn og draga hann að landi. Taka mynd af honum, mæla hann og sleppa honum svo aftur í ána?
Ég persónulega veiði á það agn sem er best hverju sinni og ég sleppi aldrei fiski (nema hann sé þeim mun minni).
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.