Það á að vera allt að cal. 30 en caliber er í raun hlaupvíddin, og íslensk vopnalög miða hámarksstærð við hlaupvídd, sem þýðir að það eru engin takmörk hversu öflugt skotið er meðan þvermál kúlunar fer ekki yfir 7.62 mm, þannig er t.d 300. magnium winepeg leyft þar sem það er aðeins 7.62 í þvermál en hefur rosalega hleðslu bak við sig og þar með svakalega hreyfiorku þegar það kemur út úr hlaupinu.
Á móti er riffill sem notar 9 mm skammbyssuskot bannaður því það er of “stórt” caliber, þótt að hreyfiorkan sé mun minni en skot eins og .223 sem er talið lítið cal.
Þetta er miðað við hvernig fólk á að skilja þessi lög, en þau eru meingölluð og er voða óskýrt og órökrænt hvernig þetta er sett upp.
Stærð og kraftur skota fer eftir mörgum breytum eins og þvermáli, Byrjunarhraða, Þyngd, lögun, gerð kúlu og svo hlauplengd byssu, snúning og fleiru. Þess vegna er það ekki góð viðmiðun að miða við þvermál kúlu þar sem það er bara ein breytan af mörgum.
Það ætti því frekar að nota hreyfiorku eða stöðvunarorku á ákveðnu færi sem viðmið fyrir hámarksstærð skotvopna.