Það er náttúrulega spurning hvort þú viljir eyða tíu þúsund eða fjögur hundruð þúsund í veiðileyfið. :P
Annars er Brynjudalsáin í Hvalfirðinum mjög fín að mínu mati… Veiðileyfið er ekkert svimandi dýrt, áin er ekki langt í burtu og ég varð var þriðja hverju kasti. Það var reyndar mannskaðaveður og ég náði bara einum, en það var greinilega hellingur af fiski þarna.
Einn helsti ókosturinn er veiðikofinn, hélt að vindurinn myndi feykja honum um koll… Virtist vera nóg að halla sér upp að honum til þess að fella hann alveg.