Samkvæmt Umhverfisstofnum www.ust.is (Veiðistjóra) þá er bannað að veiða ÖLL dýr sem eru ekki á lista yfir leyfð veiðidýr.
Einu ferfætlingarnir sem leyft er að veiða eru refir, minnkar og hreindýr.
Spurning bara að senda inn fyrirspurn til veiðistjóra, veit að þegar ég tók veiðileyfið fyrir ca 2 árum þá spurði ég einmitt þann sem var með námskeiðið út í kanínur og tjáði hann mér að þá væri verið að tala um að gefa út leyfi á þær, hef ekkert heyrt meira af því, veit að gefið hefur verið út skotveiðileyfi á kanínur í Eyjum, en þar sem bannað er að skjóta á Heimaey (nema á tilgerðu skotsvæði) þá er ekki hægt að fara til Eyja að veiða.
Þeir staðir sem ég veit um kanínur í kringum Reykjavík eru fólkvangar (minnir að það sé nafnið) og er bannað að skjóta þar.
En besta leiðin til að fá einhverja niðurstöðu í þetta er að ræða við ust.is og lögregluna svo ef svarið er jákvætt frá ust.is.
Því þótt að ust.is leyfi skotveiði á kanínum þá er ekkert víst að svæðin sem þær eru á, séu skothæf.
T.d. sumarbústaðir, Heiðmörk og aðrir svipaðir staðir.
Spurning hvort maður sendi ekki bara erindi inn til Skotvís og athugi hvað þeir segja um þetta mál allt. Síðan er eitt gott með að kanínan sé að koma sér fyrir á landinu er að þá fær rebbi eitthvað annað að borða en rjúpuna :)
P.S. Ef þú ætlar að fara skjóta kanínu í kringum Reykjavík þá er einsgott fyrir þig að vera ekki með hávaðagripi, til að þú náist ekki. Einnig er gott að vera að snemma morguns eða seint dags (fyrir sólarupprás og eftir sólsetur) Þá eru þær helst á ferðinni. Og til þess er ekki verra að vera með .22LR riffil með hljóðdeyfi og nætursjónauka :)
Smá um veiði á kanínum.
Gott er að “stalka” kanínuna, kanínur eru að eðli sínu mjög taugaveikluð dýr, þannig að ef þú ert að labba á stað þar sem þú veist að það eru dýr þá er gott að labba stöðugt þar til þú sérð kanínu og labba þá jafnvel aðeins meira. Málið er nefnilega að ef þú stoppar og ert kjurr í ca 10-20sek þá heldur kanínan að það sé búið að finna sig og rýkur af stað.
Þannig að labba þar til þú sérð hana, og eiginlega skjóta um leið og þú stoppar, annars er möguleiki að hún sleppi frá þér.
Keypti mér nokkuð góða bók um þetta á www.amazon.com um daginn (fékk hana reyndar í afmælisgjöf)
The Ultimate Guide to Small Game and Varmint Hunting: How to Hunt Squirrels, Rabbits, Hares, Woodchucks, Coyotes, Foxes and MoreEn hægt er að nota margt úr henni fyrir t.d. refa/minnka veiði.
Kveðja,
Dúi
Vonandi kemur þetta að gagni.