Hæ,

Ég fór að svipast um eftir svartfugli í dag út af Reykjavík og Straumsvík. Sá ekki kvikindi! Reyndar var allt fullt af æðarfugli (svartur himinn), væri ekki ráð að mega skjóta hann í staðinn fyrir “snakk” eins og spóa? Mér sýndist hann (æðarfuglinn) ekki beint vera í útrýmingarhættu (nema þetta hafi verið allur Evrópustofninn sem ég sá í dag) og það er tiltölulega erfitt að skjóta hann, amk. ef hann er í smærri hópum. Hann er m.a. veiddur í Danmörku.
Ég fór mest um 5 - 6 km frá landi. Þarf að fara lengra út á þessum árstíma. Í fyrra var heilmikið líf. Hvað er að gerast?

kveðja, Hatri