Síðustu áratugi hefur fiski í ám fækkað rosalega. Sumir vilja kanski meina að það hafi verið ofveiði í ám en ég held ekki. Þeir sem segja það ættu first að velta fyrir sér hvernig sé búið að fara með árnar. þær eru ófáar árnar sem gætu verið að skila að minstakosti helmingi fleiri fiskum. En þær gera það ekki vegna þess að það er búið að virkja þær eða setja í þær allskonar úrgang. Gott dæmi um þetta eru Elliðaárnar og Litla Laxá. Í Stangveiðibókinni 1. bindi kemur fram að eitt sinn hafi verið veiddir 2200 laxar á einum degi og það kalla ég ofveiði en samt komst stofninn af. Nú koma ekki einu sinni svo margir fiskar í gegnum teljarann.

Mér finst að það eigi að gera eithvað í þessu. Þó Elliðaárnar verði líklega aldrei jafn góðar þá er enþá fullt af ám sem má laga og gæti það leitt til meiri samkeppni se skilar sér í lægra verði.