Eins og að tappi var tekinn úr........
Ég fór ásamt manni mínum að Hlíðarvatni í Heydal á Sunnudaginn var. Höfum við farið einu sinni fyrr í sumar og nokkrum sinnum í fyrra. Aldrei var vatnið eins…meina ég þá vatnsmagnið í því. En núna varð ég undrandi…það var eins og tappi hafi verið tekinn úr því það vantaði meira en helming vatnsins! Er einhver sem hefur skýringu á þessu? Varla trúi ég því að þetta sé búið að vera svona þurrt sumar? Annars hef ég aldrei farið fisklaus heim úr þessu vatni fyrr en nú. Kannski vegna þess að í þetta sinn lögðum við jeppanum á stað sem fiskarnir tóku áður! kær kveðja Anna Magga.