Ef það væru á Íslandi til einhver dýr sem myndu getað svarað
fyrir sig er maður væri að veiða þau , þá yrði þeim útrýmt.
Hvern dreymir td.ekki um að skjóta ljón einusinni á ævinni ??
Annars held ég að það sem er að hrjá þig \“hulda\” er að þú ert
að öllum líkindum kvenmaður , og þótt það að vera kvenmaður sé ekkert til að skammast sín fyrir ( nema síður C ) þá er flestu
kvenfólki ekki í blóð borið að veiða.
Vilja sumir meina að það sé vegna þess að þegar karlmenn fóru til
veiða þá voru konurnar heima að hugsa um börnin.
Þetta endurspeglast að sjálfsögðu í nútíma karlinum þar sem þetta (veiðitímabil) stóð í nokkrar aldir og hefur fest í genum okkar og kemur víst til með að \“detta\” úr genum okkar ef við höldum þessu ekki við.
Svipað og að eiga hund af veiðihundakyni en nokkrar kynslóðir hafa ekki verið notaðar til veiða og verða þessvegna lakari veiðihundar en ella ( kjölturakkar ).
Það er svo í beinu framhaldi af þessu að ég spyr þig \“hulda\” ertu
gift og ef svo er , fer maður þinn til veiða eða er hann ( kjöltukarl ) ?? Kjöltukarl = maður sem á ferðatölvu og fer ekki til veiða ??? lol :-9
Annars er víst slatti af kvenfólki sem byrjar á þessu og prufar þetta nokkrum sinnum og fær bakteríuna þannig að þetta er kannski spurningin um að prufa þetta bara til að öðlast betri skilning á þessu (drápsæði) sem margir halda að sé ástæðan fyrir þessu \“veiðidelludóti\” , þetta er nefninlega líka spurningin um að njóta náttúrunnar á nýjan hátt ( vera hluti af henni í smástund ) ef ég mætti velja þá væri ég á veiðum alla daga frekar en að vinna í bænum í amstri stórborgar.
\“þessi tilfinning er maður fær þegar maður borðar eitthvað góðgæti sem maður hefur sjálfur sótt í matarkistu móður náttúru\”
PS. ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta bréf er kannski
á aðeins \“gamansamari\” nótunum og vona að ekkert sem kemur hér fram fari fyrir brjóstið á þeim er lesa , ég er aðeins að reyna að útskýra hversvegna karlmenn (og kvenmenn) eru að þessu veiðistússi.<BR