Ég er byrjandi í hnýtingum og vantar uppskriftir af flugum og haldgóðar leiðbeiningar um hvernig þær eru hnýttar. Ég veit um eina bók, veiðiflugur íslands, en ég held að hún sé uppseld og komi ekki aftur. Einnig hef ég verið að leita að þessu á netinu en finn ekkert nema erlendar síður sem eru kannski ekki með þær flugur sem að ég vil hnýta. Einnig væri spurning um að fara á námskeið í þessu en ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. Ég er mest að veiða í vötnum og þá aðallega í Þingvallavatni. Þar þarf að hnýta Peacock, killer og fleiri flugur. Ég á allt efni en vantar smá leiðbeiningar.
kv örn