MOA stendur fyrir minute of angel eða mínuta úr gráðu, sem sagt 1/60 úr gráðu og er það rúm tomma á hundrað metrum (eða yards).
Þannig að ef riffillin þinn ( og þú) setur gruppu sem er 1 tomma í þvermál á 100 metrum er hann 1 með 1 MOA nákvæmni, það þýðir að á 200 metrum setur hann 2 tommu grúppu og á 300 3 tommu grúppu.
Þegar þú stillir sjónaukan á rifflinum þínum snýrðu hnöppum til að hækka krossin eða lækka og færa hann til vinstri eða til hægri, það stendur yfirleitt eitthað í líkingu við (1 klick ° 1/4") eða ( one klick equals 1/4 MOA), það getur líka verið 1/2 eða 1/8.
Þetta þýðir einfaldlega að fyrir eitt klikk á sjónaukanum færir þú krossin um 1/4 úr tommu á hundrað metrum, 1/2 úr tommu á 200 metrum og svo framvegis…
Semsagt til að vita hvað þú ert með nákvæman riffil, þetta eru náttúrulega tveir þættir, hvað þú ert góð skytta og nákvæmni riffilsins þíns nema þú festir riffilin niður, að þegar þú skýtur t.d fimm skotum á sama stað á spjaldi á 100 metrum þá mælirðu þvermál grúppunar og það er nákvæmnin í MOA. Ef þú skýtur á spjald á 50 metrum margfaldarðu þvermálið með 2 til að fá rétta nákvæmni og ef þú skýtur á 200 m þá deilirðu með 2.
Ef þú getur skotið grúppu sem er ein tomma á 100 metrum þá vestu að þú getur skotið grúppu sem er 4 tommur á 400 metrum, þannig kemstu að því hvað þú getur skotið langt með skikkanlegri nákvæmni.
Vonandi gat ég útsyrt þetta, örugglega allt of mikið… <br><br><-RAPTOR-