Það var nú svei mér gaman þegar ég og pabbi minn fórum að veiða í sumar. Ég fer með pabba mínum oft á sumrin að veiða mér þykir það mjög gaman. Síðast þegar ég og pabbi minn fórum að veiða gleymdi ég veiðistönginni heima í stigaganginum okkar þannig að ég fékk að veiða með pabba veiðistöng. Pabbi fór bara að týna blóm á meðan og lambagras. Fyrst fékk ég engan ( við veiddum við Reynisvatn ), en svo þegar fór að líða á daginn þá fékk ég 5 stóra silunga ég mældi samt ekki hvað þeir voru þungir en við borðuðum þá í kvöldmatinn með frændfólki mínu frá Reykjavík. ‘Eg á margt frændfólk frá Reykjavík, sjálf á ég heima á Akureyri. Minn besti matur er fiskur. En ég hef aldrei veitt jafn marga og stóra fiska, pabbi minn veiddi einu sinni sex fiska og það þótti mér ekki síður mikið. Þegar við komum heim með fiskinn varð mamma æðislega kát. Henn finnst fiskur mjög ljúffengur alveg eins og mér, pabba líka en honum finnst skemmtilegra að veiða fiskinn. ’Eg vona að við pabbi minn veiðum næsta sumar með frænda mínum honum Þorfinni hann er karl í krapinu.
Heyrið þið öll sem hafið lesið veiðisöguna mína viljið þið segja mér hvar þið hafið veitt flesta fiska og segja mér stutta veiðisögu hjá ykkur, það þætti mér gaman að heyra.