Jæja þá er Siv búin að tala!
Reykjanesið friðað að Þingvöllum og “kannski” sölubann næsta haust og “kannski” hertar aðgerðir gegn notkun fjölskotavopna. Og tekið verður harðar á því að aka utan vega.
Það sem kemur spánskt fyrir sjónir er það að veiði á Reykjanesinu skuli vera bönnuð með öllu? Hver er ástæðan fyrir því?
Mig grunar, án þess þó að hafa fengið það tölfræðilega staðfest að meginþorri allra þeirra rjúpna sem skotnar eru á ári hverju séu ekki skotnar á Reykjanesi heldur allt annars staðar. Mér finnst t.d. líklegt að verksmiðjuveiðimenn á austur- eða norðurlandi séu afkastamestu veiðimennirnir. Væri ekki eðlilegra að friða t.d. norðausturland fyrir rjúpnaveiði?
Aðgerðir Umhverfisráðuneytisins eru því sennilega ekki til þess fallnar að minnka veiði á rjúpum nema síður sé. Ég spái því að þetta ár verði met veiðiár þar sem verksmiðjuveiðimenn sjá þarna síðasta tækifærið í bili til þess að hafa tekjur af rjúpnaveiðum. Þar af leiðandi reyna þeir að veiða helst fyrir næsta ár líka.
Ef af sölubanni verður næsta ár, þá kemur upp athyglisverð spurning. Ef bannað er að selja rjúpur eftir að þær hafa verið skotnar, er þá ekki líka óleyfilegt að selja þær ÁÐUR en þær eru skotnar? Með öðrum orðum, verður bændum og land-“eigendum” þar með ekki óheimilt að krefjast veiðileyfis af skotveiðimönnum?
Svo vikið sé aftur að umhverfisvernd. Ef miðað sé við að skotveiðimenn séu um 7000 talsins á Reykjanesi og að allir fari 3 ferðir til að veiða 6 rjúpur hver, þá þarf 10500 ferðir (ef miðað er við að 2 séu í bíl og hvor fái 2 rjúpur í ferð).
Ef hver ferð er 500 km þá er heildar vegalengdin um 5.3 milljónir kílómetra. Ef eyðslan á þessum jeppum er 10 l/100 km þá er heildareyðslan: 530 þúsund lítrar.
Því eru þessar aðgerðir í besta falli gagnslausar en í versta falli rothögg fyrir rjúpnastofninn.
kv, HATRI
p.s. Undirritaður veiðir c.a. 6-10 rjúpur á ári á Reykjanesi og álítur sig ekki ógn við rjúpnastofninn í heild.