Hvalveiðar
Einu sinni veiddi ég tvær marglyttur, hákarl og steypireyð í sama kastinu. Girnið slitnaði undan þunganum svo að ég þurfti að henda mér út í og draga hákarlinn og hvalinn á land. Ég náði rétt naumlega að blása lífi í hákarlinn en hvalurinn drukknaði áður en sjúkraliðarnir komu. Ég greip því til þess ráðs að selja hvalkjötið nokkrum drukknum Grænlendingum og græddi á því einar 3 milljónir. Þann pening notaði ég síðan til að stofna plötuverslunina Skífuna. Þá fór boltinn að rúlla og nú bý ég í vellystingum í London og greiði samt ekki nema 43 þúsund í skatt. Reynið að toppa það.