Ég skellti mér í gær í blíðunni upp að Ferstiklu í Hvalfirði og skellti mér í Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn. Alveg er þetta Magnaður staður, fallegt og ég tala nú ekki um þegar að lignan kemur með kvöldinu og allt fer á ið… Þeir stukku eins og vitleysingar út um allt en voru svo bara að leika sé að okkur. Fengum 2. stubba undir lokin, um 12 leitið í gærkveldi rétt aður en við fórum.
Fyrir utan það að félagi minn sem að var með mér, smellti á floti og maðk og ætlaði svona líka að dúndra út í vatnið, og einhvervegin í látunum að þá kom eitthvað hökt á hjólið hjá honum í kastinu og það kiftist í og flotið slitnaði af, með orminn á og allt.
Og þarna flaut það rétt fyrir framan okkur og það var nartað í það á fullu…. Það sem að ég grét úr hlátri yfir því að sjá þetta. Það var hoppandi upp og niður í 30 mín.
Vel á minnst við prufuðum bara að vera í Þórisstaðavatni.
Hringdi nefnilega þangað í gær og þar sagði fólkið mér að Laxinn hefði verið að keyra á stangirnar hjá fólki að undanförnu og fín veiði búin að vera. Og þá aðalega á flugu.
Veit einhver hvar er best að veiða, í hvaða vatni og kannski hvar. Því að ég ætla að fara þangað aftur, það er alveg á hreinu. frábært veður þarna og kyrrðin alveg Mögnuð.!
Ef þið hafið farið þangað uppeftir og vitið eitthvað sniðugt. Smellið þá á mig línu.
Einn sem að er að fá veiðidellu dauðans:)