Upstream:
Þessi veiðiaðferð er oftast notuð þegar verið er að veiða silung í straumvatni á púpur, kúluhausa og nymfur. Oftar en ekki er settur tökuvari við enda flotlínunnar, tökuvari = lítið flotefni (korkur, leir eða brúskur), síðan er þessi kastað upp á móti straumnum andstætt við flestar aðrar veiðiaðferðir þar sem kastað er niður í strauminn. Þetta er síðan látið reka niður strauminn.
Hentugar flugur er t.d. Peacock, Peasant tail, killer, Mobuto
Þurrfluguveiði:
Þegar þessari aðferð er beitt eru notaðar flugur sem fljóta ofan á vatninu, oft er gott að hafa flotefni við hendina til þess að setja á fluguna til þess að halda henni á floti.
Hentugar flugur eru t.d. Black Gnat, Evrópa, Maur
Straumfluguveiði:
Einkenni þessarar aðferðar er að það eru notaðar straumflugur, línan getur verið af hvaða gerð sem er fer bara eftir því á hvaða dýpi þú ert að veiða fiskinn.
Hentugar flugur: Black Ghost, Dentist, Rector, Nobbler
Portlandsbragðið:
Þessi veiðiaðferð er mest notuð í laxveiði, lykkja er sett upp á haus flugunnar þannig að flugan dregst á hlið eftir vatninu og rásar þar af leiðandi til hliðar þegar hún er dregin.
Hentugar flugur: Laxaflugur
Microtúpuveiði:
Notaðar litlar túpur ca. 1-2 cm á lengd og mjög litlar þríkrækjur nr. 12-16. Oftast notuð flotlína, allavega hef ég ekki veitt á neina aðra línu. Aðferðin er aðallega notuð í laxveiði en maður hefur nú samt veitt silung á þessar flugur í laxveiðinni.
Hentugar flugur: Microtúpur, Rauð/Svört Frances, Blue Charm
Túpuveiði:
Notaðar stærri túpur en í micrótúpuveiðinni túpur svona frá 2,5 cm - 7,5 cm, aðallega notað í laxveiði. Línurnar geta verið af hvaða gerð sem er. Aðferðin svipuð og straumfluguveiði bara aðrar flugur.
Hentugar flugur: Snælda, Frances
Endilega komið með “comment” á þessar aðferðir og segið hvernig þið notið þessar aðferðir.