FRÁBÆR TÚR .
Var að koma úr frábærum veiðitúr, ég og félagi minn skruppum í Blöndu 3.Félagi minn fékk 2 högg í fryst kasti og hann var á í því 3ja það var 6 punda lax bjartur og fallegur.Hann tók svartan toby.Hann misti annan svipaðan stuttu síðar og allstaðar var fiskur að stökva.Við færðum okkur á næst stað fyrir ofan, ég var búinn að prófa nokkrar flugur, næ svo í spónastöngina með svörtum toby, sé hvar brýtur skemmtilega á stein og hendi á hann með það sama er negling og svaka sporðaköst þvílík taka og þvílík skepna.Hann rauk upp þennan fallega hyll og lá þar í sænilegan tíma ,ég var pottþéttur á að þetta væri 20 pundari ég tók svakalega á honum það söng í línunni.Eftir ca 20 mínútur reindum við löndun félagi minn sagði ég næ ekki utan um stirtluna en náði að sparka honum upp á bakkan við öskruðum báðir þetta er urriði og var hvorki meira né minna en 14 pund.Við skruppum svo ofar þar náði ég fallegum 9 punda laxi.Félagi minn misti annan svipaðan . Þá var komið hlé ,eftir hlé var allt steindautt urðum báðir varir einu sinni, síðan ekki söguna meir.Þar með var þessum frábæra deigi lokið ég sendi myndir síðar. kv ALLI STEIA.