um helgina var okkur fjölskyldunni boðið af ættingjum í Krossá í bitrufirði. gistum við í veiðiskála sem frændi minn á. Þegar við komum um sjöleitið ákváðum við að fara í ána og renna fyrir fiski. er þetta í fyrsta sinn sem ég veiði í á. við förum að fossi sem heitir svartifoss og fæ ég að kasta fyrst. í því kasti fæ ég urriða sem var 1 pund, og var ég voða glaður.
eftir nokkur köst ákváðum við að skipta liði og fórum við feðgar saman á stað sem er kallaður stokkar. pabbi leyfir mér að kasta fyrst og geri ég það. eftir svona fimm mínútur fer ég að finna hreyfingu og finn ég að fiskur er kominn á. eftir smá stund kemur í ljós að þetta er lax. eftir mikla baráttu næ ég landa mínum maríulaxi og kætast allir með mér. laxinn var mjög fallegur og reyndist vera 4 pund.
ekki veiddi ég meira á þessum tveim dögum en heildarafli var sjö laxar og sá stærsti var 13 pund.
þessi ferð var voðalega skemmtileg og vonandi upphafið af nýrri dellu hjá mér, veiðidelluna.
hér fyrir neðan eru upplýsingar um Krossá í Birtu, upplýsingar teknar af agn.is:
“Krossá í Bitru er dragá, sem fellur í norðanverðan Bitrufjörð, við innanverðan Húnaflóa. Hún á upptök í litlu stöðuvatni - Krossárvatni - 210 m. yfir sjó. Heildar lengd er 10 km. en fiskgeng er hún að Svartafossi, um 6 km. frá sjó. Vatnasvið hennar er 55 ferkm. Meðalveiði er 88 laxar á ári, en sveiflast frá 19 löxum árið 1991 upp í 180 árið 1986.”