Er ekki alveg tilvalið að tjalda við bakkann á Þingvallavatni og renna þar fyrir fiski? Tjaldsvæðið þar er 500 kall nóttin og ef mig minnir rétt þá er veiðileyfið fyrir daginn 700 kall. Draumastaður til að vera á, allavega ætla ég að reyna að komast í bústað þar yfir versló.
Svo finnst mér frábært að tjalda við Hítarvatn en veiðileyfið þar er að mig minnir frekar dýrt. Er ekki með töluna á hreinu, en mig minnir að vikan hafi kostað 17.000 kr. þannig það færi kannski svolítið yfir mörkin.
Svo gætir þú jafnvel komist í eitthvað vatn á hálendinu ef þér er sama um smá kulda og ekkert svaka flottar aðstæður til að tjalda á, þá veit ég um leynistað sem ég gæti bent þér á í gegnum email, hann er á vestfjörðum og það er ekki selt veiðileyfi í vatnið í augnablikinu þannig að þú gætir tjaldað og veitt þar fyrir ekki neitt, en það er hellings gangur að vatninu því að það er enginn vegur þangað, en Urriðinn er sterkur get ég sagt þér.