Sælir veiðimenn!

Fyrir nokkrum dögum var ég við veiðar við vatn rétt hjá Breiðdalsvík reyndar nánast alveg við Breiðdalsá þar náði ég nokkrum vænum urriðum allt uppí 3pund. Eftir daginn var ég alveg gríðarlega ánægður með veiðina og fór að gera að. Þegar ég skar fiskinn upp kom í ljós að öll innyflin voru þakin hvítum kúlum.
Mér leist nú ekkert á þetta en hafði aldrei séð svona áður þannig að ég ákvað bara að spyrjast fyrir daginn eftir. Daginn eftir fékk ég þau svör hjá gömlum reyndum veiðimanni af svæðinu að þetta væri líklega bara fita, en þó væri það þekkt að uppí í fjöllunum í kring væru vötn þar sem ormur væri í silungnum.

Svo var það í dag að ég fór að Þingvallavatni til að renna fyrir fisk og fékk nokkrar vænar bleikjur (í “Vík hinna öldruðu bleikja”:) þegar ég fór svo að gera að heima kom í ljós að þær voru einmitt með þessar hvítu kúlur líka!.. Mér leist nú ekkert á þetta og ákvað að skoða þessar kúlur betur, þegar betur var að gáð kom í ljós að inní kúlunum voru litlir hvítir flatir ormar. Þá ákvað ég nú að flaka einn til að sjá hvort þetta væri nú nokkuð út í flakinu og viti menn það var fullt af hvítum flötum ormum í því. Þá voru fínu bleikjurnar fljótar að fara út í tunnu.

Þetta eru fyrstu kynni mín af þessum óþverra og það sem mér brá mest við þetta er að fiskarnir komu sitthvoru megin af landinu..

Mér er spurn ætli þetta sé komið um allt land og ætli þetta sé nýtt fyrirbæri. Ætli það sé hægt að eyða þessu. Hefur einhver annar lent í þessu??

Kveðja Greini