Undirritaður skrapp upp að Elliðavatni í gærkvöldi í frábæru veðri 20 stiga hita glampandi sól og blanka logni. og þvílík kvöldstund þetta gerist nú ekki oft á Íslandi,kannski fullheitt að vera í vöðlum. Fiskurinn vakti um allt vatn en var tregur til að taka og þeir sem fengust voru svo fullir af flugu að það vall út úr þeim.
Fékk 6 stk frá 100-800 gr á peecook nr 14 og Black Zulu nr 10.
Prófaði margt annað en illa gekk.
Förum nú að láta í okkur heyra og segjum fréttir.
Þórhallur.