Enginn veit afhverju lax tekur flugu, eða allavega á engin að vita það!?Í mínum veiðiferðum hef ég tekið eftir því sérstaklega hvað smá-lax getur verið að taka ótrúlega stórar flugur í mjög litlu vatni.Ég hef verið að veiða á allt uppí 3“túbur þegar allt annað hafði brugðist og vatn verið í lágmarki.
Á vorin þegar lax er að ganga hefur reynst mér ótrúlega vel að nota ljósar flugur, einsog black sheep,þingeying og aðrar álíka og eftir að ég byrjaði að nota ,,portlandsbragð” hefur maður verið að upplifa tökur og bara hegðun á vorlaxi sem er ótrúlegt að sjá“!!en svo þegar kemur fram á haust,þegar laxinn er búinn að sjá francis,blue charm og collie dog fljóta milljón sinnum yfir hausinn á sér getur hann tekið uppá að taka ,,Ótrúlegar” flugur!! Flugan sem ég er að röfla um er hnýtt af föður mínum og í raun ætti ekki að gera greyið laxinum það að henda henni í vatnið. Við höfum kallað hana ,,Chernobil" og hún er skær bleik, eiginlega neon bleik!! Þegar við förum í grímsá á haustin hefur þessi umrædda fluga gefið okkur 16 laxa á 2 árum,en það er frekar stutt síðan hún var fyrst notuð, þó í raun sé langt síðan hún var gerð. Maður trúði eiginlega bara ekki að lax gæti fúlsað við þessu.Í fyrstu var þetta túpa 1 1/2 tomma en hún hefur gefið sem hefbundin fluga líka.ÞANNIG að ég er með kenningu ljósar á vorin,BLEIKAR á haustin!!!!