Sælt sé fólkið.

Ég ætla hér að reyna að stofna til umræðu um það hvort að sniðugt væri að flytja inn fleiri dýrategundir sem væri hjálpað að ná ákveðinni stofnstærð og síðan þegar þau myndu teljast vilt (þau teljast vilt þegar annar ættliður fæðist úti í náttúrunni án hjálpar) þá yrðu leyfðar veiðar á þeim.
Það er búið að reyna sleppa hér , sauðnautum, snæhérum en hvorug tegundin náði sér á strik hér á landi.
Hreindýrinn þurfti nú að flytja inn nokkrum sinnum (þrisvar minnir mig) áður en þeim tókst að lifa hér góðu lífi.
Hvað segir fólk um að flytja inn t.d Fjallageitur ,eitthvern harðgeran stofn sem hægt væri að sleppa t.d á Hornstrandir og leyfa honum að ná sér á strik þar.
Eða fleiri fuglategundir t.d Quial sem er smávaxin fugl sem er mikið skotin með hjálp pointers.
Fashaninn er komin hingað en honum er ekki sleppt út í náttúruna.
íkornar myndu þeir lifa hér ??


En kannski má gróðurinn hér ekki við því að fá fleiri grasbíta ??

Vitið þið um fleiri dýr sem myndu íslensku veðurfari og náttúru ??

Kveðja Wirehai