Sælir veiðimenn og gleðileg jól

Hvernig væri að koma af stað smá umræðu um veiðihunda.

Það væri gaman að fá skoðanair ykkar á þjálfun veiðihunda og hvaða aðferðir þið erið að nota sem erið að þjálfa veiðihunda.

sjálfur er ég með labrador hund sem er 8 mánaða í dag, áður var ég með tík sem að því miður lést í bílslysi. Ég er búinn að ganga 2 sinnnum í gegnum þessa hefðbundnu hvolpaþjálfun og er aðeins búinn að kíkja á þjálfun fyrir sækivuinnu og hlýðni.

Labradorinn minn kemur frá honum Sigurmoni á Alkranesi sem flutti inn hunda frá Englandi fyrir nokkrum árum. Forfeður hundsins sem að ég er með eru margfaldir meistara í englandi og koma frá Drekashead. Breeze frá Drekashead vann 3 ár í röð í Englandi 1985-86 og 87, það hefur egninn hundur afrekað fyrr né síðar.

Ég hef aðeins verið að kynna hundinum fyrir bráð og ég hef labbað með hann þar sem eru endur og gæsir og ýmsir fuglar og það er alveg hreunt unun að fylgjast með hundinum. Hann fylgist með öllu og er mjög athugull á umhverfið, maður hreinlega sér eðlið í honum. Núna um jólin voru rjúpur í matinn eins og venjulega og þegar að rjúpurnar héngu uppi áður en að þær voru hamflettar þá fór hann reglulega og kæikti á rjúpunar og skoðaði þær í bak og fyrir.

eins og ég segi þá væri gaman að heyra frá ykkur sem eruð að þjálfa veiðihunda.

Kveðja
Einar og Max.
Kveðja