Sæl verið þið.
Það fer ekki framhjá neinum að rjúpan er í lágmarki.
Og sú umræða um að friða rjúpuna er alveg gersamlega
útí hött.
En auðvitað er ýmislegt hægt að gera til að auka
lífslíkur hennar.
Ég bý í mosfellsbænum. Og eins og flestir vita er stórt
svæði hér friðlýst til 2003 í tilraunaskyni.
Ég er með tvo hunda , sem þarf að hreyfa og hef ég
farið nokkru sinnum í haust með þá uppá mosfellsheiði
þar sem fuglafræðingar halda því statt of stöðugt fram
að aukning hafi orðið á rjúpnastofninum. Þetta er
þvílík vitleysa að ég er nánast kjaftstop.
Við erum búnir að sjá u.þ.b 20 rjúpur hér á miklu svæði
í allt haust, þar að auki er ég búinn að fara einnig
með hundana í úlfarsfellið og þar höfum við ekki séð
nema 6 rjúpur í 3 ferðum.
Og er þetta svæði búið að vera friðað í 3 ár.
Reyndar tel ég að ástæðan fyrir þessu hér sé það
gríðarlega magn af mink sem hér er. Og sem dæmi er
minkabaninn hér búin að drepa yfir 100 minka í ár. Og
er aðal ástæðan fyrir þessum mikla minkfjölda léleg
aðstaða við minkabúið í mosfellsdal (helgadal). Og er
alveg með ólíkindum að þessir minkaræktar menn skuli fá
leyfi til að halda úti minkabú án þess að hafa girðingu
í kringum minkabúið (það geta allir farið og skoðað
umrætt minkabú ef þeir kæra sig um).
Þar sem ég kannast vel við eiganda þessa minkabús hef
ég farið þanngað nokkrum sinnum. Og ef að minkur
sleppur út er viðkvæðið “tja hann kemur aftur þegar
hann er svangur” og þetta hef ég persónulega heyrt
hann og þá sem vinna þarna segja.
Það er ekki nóg að friða rjúpuna fyrir skotveiðimönnum
heldur verður að gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart
öðrum veiðidýrum svo sem ref,mink, sílamáv,krumma, kjóa
og eflaust fleiri.
Kveðja Wirehai