Sæll verið þið.

Ég er sjálfur mikill áhugamaður um skotveiði og vill benda mönnum á að eyða ekki of mikilli orku í að pirrast útí rjúpnaleysið.
Núna er tiltölulega hlýtt úti þannig að andveiði er tilvalin í stað þess að skjóta rjúpu.

Ein veiðisaga.
Í haust fóru þrír menn norður á strandir til að skjóta rjúpu.
Þeir voru með einn labrador hund með sér og gengu u.þ.b 15 km fyrsta daginn í erfiðu fjalli og sáu 7 rjúpur og náðu 5.
Ekki mikil afköst það.
En svo daginn eftir fóru þeir róandi á gúmmíbát út að skerjum sem voru um 700 metra frá landi. Þar byrjaði fyrst veiðinn fyrir alvöru.
Allt fullt af hávellu, skarfi og toppönd.
Eftir 3 klukkutíma komu þeir með 29 hávellur,14 skarfa, 4 toppendur. Og auðvitað alveg himinlifandi eftir þennan fengsæla dag. Á þriðja deginum fara þeir í bíltúr lengra inná strandirnar og á leiðinni sjá þeir tófu(alhvít) í fjallshlíð og ná að læðast að henni og skjóta hana með haglabyssu. Og á leiðinni til baka sama dag hleypur minnkur yfir vegin og útí sjó , þeir koma á hann skoti og hundurinn sótti minkinn í sjóinn.

Spurninginn er : Hversu stífir ætlum við að vera á að veiða rjúpuna þegar lítið af henni er. Í stað þess að leggja áherslu á allar hinar tegundirnar sem sem er einnig gríðarlega gaman að veiða.

Baráttu jólakveðja

Wirehai