Sæl öll!

Ég hef hef verið að velta fyrir mér viðhorfi fólks í gegnum skrif þeirra til atvinnumennsku í veiðiskap. Flestum þykir mikið til koma ef þessi og þessi veiðir þetta mikið af gæs í hvert skipti. Atvinnuveiðimenn=Náttúruspillar og ómenni. Gott og vel. En af hverju svara þessir menn aldei fyrir sig með einhverjum haldbærum rökum? Eina sem maður fær að heyra eru samræður á mjög lágu plani þar sem keppst er við að fordæma þennan þjóðfélagshóp og bása þá niður með skemmdarvörgum og náttúruspillum.
Ég var einfaldlega að velta því fyrir mér hvort þessi veiðimennska sé svona slæm eins og fólk vill láta uppi. Ég vil reyndar taka það fram að ég stunda ekki atvinnumennsku í veiðum og veit því ekki upp á hár hvernig hún virkar en ég þykist vita að í grundvallaratriðum snýst hún um að veiða og selja. Við skulum gefa okkar þann punkt sem upphafsstað umræðu þessar.

Tveir menn sem fundið hafa með sér veiðieðlið margrómaða, hafa séð þann leik í hendi sér að samhæfa starf sitt og áhugamál. Þeir afla sér upplýsinga (menntunar) um veiðar og veiðafæri hinna ýmsu tegunda veiðimennsku. Því næst athuga þeir kostnaðarliði og hvað þeir þurfa að afkasta miklu til þess að dæmið gangi upp. Því næst hafa þeir samband við náttufræðistofnun og fá upplýsingar um stofnstærð tegunda í því skini að stuðla ekki að ofveiði. Því næst leita þeir að túni eða það til gerðri veiðilendu (atvinnuhúsnæði) og borga að sjáfsögðu fyrir það. Og svo er haldið til veiða. Þeir standa síðan uppi með einhvern gróða af veiðunum og skilja við stofninn í góðu jafnvægi. Samviskusamir atvinnuveiðimenn.

Bóndi býr á bóndabæ (skrítið). Hann á kindur og stendur búskapurinn og fellur með þeim. Hann þarf að hugsa um vel um þær svo afurðirnar verði sem bestar. Hann þarf ýmiskonar tæki til bústarfa, hlöðu og góða bóndakonu. Við þurfum ekki að ílengja þetta nánar en það endar með því að lömbunum er slátrað en stofninn heldur sinni stærð þrátt fyrir það þökk sé bóndakonunni.


Í grófum dráttum eru þessar dæmisögur svipaðar í eðli sínu og snúast á endanum um það sama. Bóndinn þarf að vísu að hafa aðeins meira fyrir hlutunum þar sem hann þjónar sumpart þætti náttúrunnar, að halda stofninum við með því að sjá rollunum fyrir mat og öðrum nauðsynjavörum. En í báðum tilfellum er enginn skaði skeður. Þvert á móti hafa þarna þrír menn atvinnu sína. Er hægt að fordæma veiðimanninn á undan bóndanum?

Mér finnst þennan pól hafa vantað í umræðuna. Ég þekki nokkra í gegnum starf mitt sem hafa “atvinnu” af veiðum og eru þeir hinir bestu veiðimenn. Þeir, að vísu veiða mikið af fugli en hafa gildin í lagi og formsatriði sem mörgum öðrum “ekki atvinnu” veiðimönnum er ábótavant.
Ég persónulega gæti ekki skotið það marga fugla eða veitt það marga fiska að ég hefði ekki not fyrir þá. Þá missir veiðimennskan tilgangin í sjálfri sér. En hefur atvinnuveiðimennska tilgang í sjáfri sér? Ég vil meina það ef rétt er að henni staðið og fjöldi bráðar er innan skynsemis marka (en hvar lyggja þau?).

Innskot:
Svo heyrir maður sagt :”Mér er alveg sama þótt ég fái engann fugl. Eina sem ég bið um er að vera út í náttúrunni og hlusta á smáfuglanna”. Hættið þessu. Auðvitað viljum við fá fugl ef haldið er til veiða á annað borð. Það er ekkert spes við það að vera á veiðum og verða ekki varir við neitt. Ég er ekki að að segja að það þurfi að veiða mikið. Einn er nóg og get ég staðhæft það. En ég fór í nokkra gæsatúra þar sem ekki fékkst fugl og lítið sást af fugl. Ég var orðinn pirraður fyrir rest. Aftur á móti hef ég gaman að því að fara upp í bústað og slappa af og “hlusta á fuglasönginn”.