Hefur einhver hér prófað flugulínur með skiptanlegum frammenda? Þær væru æðislegar ef þær virkuðu eins vel og auglýsingarnar segja til um, en maður er svolítið skeptiskur á svona Barbabrellulausnir. Væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur reynslu af svona línu.
Í sambandi við þessar fjölenda flugulínur þá hef ég ekki sérlega mikið álit á þeim. Ég byggi það álit bæði á eigin reynslu og annara en ég vann við að selja veiðivörur í þrjú ár og þekki því málið aðeins. Ég prufaði svona línur frá tveimur aðilum. Airflo Multi Tip (kostaði ca. 6.900) , umboðið skaffaði mér eitt stykki og Scientific Anglers Quadra Tip (kostaði ca.11.900) sem ég fékk að grípa í hjá félaga mínum. Mig minnir að ég hafi líka heyrt um svona línu frá Lee Wulff og Cortland en ég hef ekkert frétt af því hvernig þær reyndust. Airflo línan fannst mér bara afleit í einu orði sagt. Hún var hrikalega stíf og gormaði mikið í hvert skipti sem maður byrjaði að taka hana af hjólinu. Svo var endinn á línuni með tilbúinni endalykkju sem var ákaflega stórkarlaleg og gróf. Í þessa lykkju tengdi maður svo endana (loop to loop). Það fylgdu 4 endar. Flot, Intermediate og tveir sökkvandi endar hæg og hraðsökkvandi. Það sem að mér fannst mest pirrandi var þessi dauði punktur sem myndaðist í línunni á tengisamskeytunum og olli því að það var erfitt að flytja kraftinn eftir endilangri línunni þegar aukaendinn var á. Það sem mér fannst setja punktinn yfir i-ið í sambandi við Airflo var það að endalykkjurnar á aðallínunni brotnuðu í nokkurum tilfellum og dingluðu lausar á kjarnanum. Ekki þýddi að nota bara flotlínuna sjálfa þar sem að línan er eingönu hönnuð með það í huga að vera notuð með endunum á sem að segir sig væntanlega sjálft :o). Scientific línan er öllu betri en Airflo enda vanir menn þar á ferðinni. Öll mun fíngerðari og vandaðari en samkeytin eru vandamál. Menn voru ekki á einu máli um ágæti þessarar línu og hún fékk sína krítík bæði góða og slæma. Allar mínar línur eru frá SA. Sem dæmi um frábæra flotlínu er SA Windmaster sem er stórkostleg flugulína í alla staði. Annað gott dæmi frá SA er hin óviðjafnanlega Nymph Taper lína, hönnuð fyrir notkun á kúluhausum og öðrum þyngdum flugum(nymfum) og virkar frábærlega. Stillwater línan (sú glæra) hefur fengið gott orð og þykir sérlega kastvæn. Hún er með ákaflega litlu ummáli. Eina vandamálið er að menn hafa lent í því að stíga á hana í ógáti þar sem að hún er mjög torséð (enda leikurinn til þess gerður) þannig að maður verður að gæta varúðar við notkun á henni. Ég tel Scientific menn vera fremsta í dag hvað varðar flugulínuhönnun. Verðið á SA línunum er ekki til að setja neinn á hausinn og umboðið (Árvík) gott og áræðanlegt og margir traustir dreifingaraðilar.
Ég mæli með því að þú komir þér frekar upp safni af góðum línum á aukaspólum heldur en að kaupa svona línu. Ég átta mig fullkomlega á því að það er mun dýrara dæmi en þú verður alltaf sáttari við þannig búnað og hann mun veita þér meiri ánægju við veiðarnar. Það er jú akkúrat málið ekki satt?
Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar, þetta er einmitt það sem ég þufti að vita. Ég á svona S.A Stillwater línu og hún er allveg frábær til sín brúks. Ég kasta mun lengra með henni en cortland 444 flotlínunni(hin línan af tveimur)og svo virkar hún feikilega vel í vindi. Ég er með All America stöng fyrir línu 6.
Ég keypti þessa stöng í Sportvörugerðinni sem er með umboðið fyrir Cortland. Dimondback http://www.diamondbackflyrods.com/ sem framleiðir þessa stangir er í eigu Cortland. Hafa hlotið mjög góða dóma. Mér finnst þessi stöng mjög skemmtleg.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..