Já kallinn skellti sér á hreindýraveiðar fyrir stuttu og ég ætla bara að koma með smá ferðasögu:)
Já fyrsta daginn þá vöknuðum við eldhressir klukkan 6:00 um morguninn og keirðum inn í dal og byrjuðum að ganga upp á fjall þar sem við sáum 2 fullvaxna tarfa lengst uppi á fjalstindinum og hörnin voru risastór, en já nóg með það. Við gengum í rúmlega klukkutíma lengst upp á fjall og þá blasti sirka 70 dýra hjörð við okkur og við náttúrulega komum okkur í söður og skutum eina belju því annar maðurinn hitti ekki beljuna sína og skat semsagt beljuna mína aftur sem ég var búinn að skjóta þannig að þar var smá pirringur í gangi en við fórum bara að gera að dýrinu á meðan það var heitt og núna kemur smá lýsing á hvernig allt draslið var tekið úr beljunni: Fyrst þá athugar maður hvort hún sé milk belja sem þýðir að hún á kálf sem maður getur skotið seinna því hann kemur að leita af mömmu sinni en svo tekur maður hausinn af sem er smá vesen og svo sker maður varlega á magann og losar allt út og það liktar ekkert sérlega vel og maður verður vel blóðugur eftir þessa skurðaðgerð:P Dagur 2: Við byrjuðum daginn á sama tíma og dag númer 1 en þá var ekki jafn erfið gangan og við sáum 30 dýra hóp sirka 150 metrum frá okkur sem er ekki mikið og við sáum dýrin mjög vel en þá skutum við 2 beljur en ein drapst ekki allveg strax þannig að leiðsögumaðurinn skar dýrið á háls og stakk langt inn í mænuna, en allavega að þá fóru þrír af okkur að skjóta aðra belju því við ætluðum að reyna að ná 4 beljum í heildina og auðvitað tóku þeir 1 dýr í viðbót og skelltu því í læk til þess að kæla það og sóttu það bara næsta dag. Þegar við vorum að draga eitt dýrið niður í svona harðplasti sem er allveg snilldar aðferð að þá mættum við 40 dýra hópi en þar sem við máttum ekki drepa fleiri dýr að þá létum við þau bara koma nálægt okkur en þau voru 10 metrum frá okkur en þegar tveir tarfar í hópnum komu auga á okkur þá hlupu þau á þvílíkum hraða upp á fjall og það var engu að síður skemmtileg reynsla að sjá dýrin svona nálægt okkur. Dagur 3: Þá var bara farið beint í það að flá dýrin eða taka skinnið utan af og það var mjög gaman en svo eftir það var bara brunað beint í bæinn og steinofandi í bílnum á leiðinni eftir fræðslumikla og skemmtilega ferð.
Takk fyrir mig.
Kv:mummi