Kæri Rafaello.
Takk fyrir snör viðbrög við grein minni. Og það var gaman að lesa hvernig þú styður áhugamál ykkar veiðimanna, og útskýrir það á sinn hátt.
Eftir þennan lestur, verð ég nú samt að segja að ég skil ykkur veiðimenn ennþá síður, heldur en áður.
Þú talar um þetta eðli sem býr í manninum, löngunin til að fara á veiðar, sem komið sé lengst úr fortíðinni. Þú líkir þessu eðli við það að vakna á morgnana, klæða sig í fötin, njóta ásta og áframhaldandi. En í fullri alvöru sé ég ekki hvað veiðimennska á neitt sameiginlegt við ofantalið. Þegar ég klæði mig, þá er ég ekki að drepa lífverur. Þegar ég vakna er ég ekki heldur að drepa neinar lífverur. Og þegar fólk nýtur ásta er það ekki heldur að drepa neinar lífverur, og er það fyrsta fremst unaður milli tveggja aðila sem er þar allsráðandi. Ég vona allavega að ég og aðrir njóti ekki þess konar ástarlífs að annar aðilinn drepist af því. ( Þó því miður einn og einn leynist í hópnum )
Mér finnst sjálfsagt að fólk veiði sér til matar. Kanski eina og eina gæs, og eitt hreindýr. En það er ekki eins og þið séuð að því. Þið liggjið fyrir fuglunum (eða hvað sem það er sem þið eruð að skjóta) drepið kanski 10 gæsir úr þessum hóp. En nei það er ekki nóg, þið viljið meira og meira og meira. Ég hitti einu sinni gæsaskyttur sem höfðu skotið 70 og eitthvað gæsir. Og þeir brostu og voru glaðir yfir því hvað þeir höfðu náð miklu. Engin einasta var fyrir þá sjálfa. Því verð ég að viðurkenna það að ég skynja þetta eðli sem hálfgerðan ,, hefndarþorsta “. Allavega ef ég ætla að tengjast náttúrunni, og njóta hennar þá fer ég ekki og næ í byssuna mína. AAAAh hvernig væri nú að njóta náttúrunnar og skjóta nokkrar gæsir.
Þegar ég vil njóta náttúrunnar, fer ég í göngutúr, tek með mér kíki og horfi á þessar fallegu gæsir, endur, spörfugla og hvað sem er.Ég DREP þær ekki. Kanski er ég bara svona gamaldags ég veit það ekki.
En það er eitt sem þið veiðimenn megið eiga, það er heiðarleiki. Þið njótið ekki að sjá dýrin þjást, eða kveljast á einn eða annan máta. Þið skjótið þau bara, og því lýkur snöggt. Þótt að maður fái nú alltaf fregnir af því öðru hvoru að þetta sé ennþá gert með gamla laginu. Þessari smölun sem þú minntist á í grein þinni. Þótt að einn og einn geri svo, er ekki hægt að alfæra það yfir á ykkur alla.
Mér sárnaði eitt þegar ég las grein þína. Þú ert svo viss um að ég viti ekkert í minn haus. Og bara svo að þú vitir það, þá veit ég að Hrafninn er réttdræpur allt árið um kring. Þegar ég sagði að ekki mætti drepa hrafninn var það út af því að hann er í yfirvofandi hættu. Og honum hefur fækkað um 20% á undanförnum 10 árum, og það væri synd að sjá honum fara fækkandi.
Þú talaðir um að hvort ég myndi elska hrafninn jafn mikið þegar hann myndi leggjast á nýbornu lömbin og éta augun úr þeim lifandi. Ekki halda það að ég hafi ekki misst þónokkrar ær til hans. En mér finnst ekki að það eigi að réttlæta dráp á honum. Þetta er hans eðli, alveg eins og þú segir að eðli ykkar veiðimanna sé að drepa. Nema hann gerir þetta til að lifa af. Hann drepur ALDREI lamb að óþörfu, eða til gamans.
Einnig ætla ég að leiðrétta smá villu hjá þér.
1. Þú sagðir að hvernig mér þætti að hrafninn myndi leggjast á nýfædd lömb og plokka augun úr þeim lifandi.
Í nútíma þjóðfélagi tíðkast það ekki lengur að rollurnar beri úti ( þó að það sé nú á sumum bæjum þar sem gamlir menn hafa ekki orku í að vakta yfir ánum sínum )þess í stað eru ærnar geymdar í fjárhúsum þar til þær hafa borið. Og eftir viku til tvær vikur þegar lömbin eru orðin sæmilega stálpuð er þeim hleypt út á grasi vaxin túnin. Og þá eru lömbin orðin það stálpuð að hrafninn ,, ræðst ” ekki á þau.
2. Hrafn ,,ræðst“ mjög sjaldan á heilbrigðar rollur eða lömb. Og hann fer ekki í þær nema þær séu alvarlega veikar og dauðvona. Reyndar kemur fyrir að hann fer í rollur sem lenda í afvelti, og þá gæti lýsingin þín átt við. En þess ber að geta, að ef ærin hefur verið lengi í afvelti kafnar hún. Og því er ærin oft dauð áður en hrafninn fer í hana. Þannig að það eru 50-50% líkur.
En þessar umræður snúast ekki um hrafninn heldur veiðieðlið.
Þú segir reyndar eitt satt, að fólk þarf að svala þörfum sínum, og rétt eins og við erum ólík þá höfum við mismunandi hvatir og áhugamál, sem hver og einn verður að virða. Þó að þetta veiðieðli og þessi hvöt til að drepa sé fyrir ofan minn skilning.
Þú sagðir einnig að hvurslags ruddi ég væri að hafa áhuga á bardagalistum, jeppum, mótórhjólum og hundum og köttum.
Þú virðist greinilega halda að ég labbi á milli fólks og lemji það í kássu. Ég vil leiðrétta þann misskilning. Minn áhugi á bardagalistum er ekki box eða ruddaskapur. Ég hef áhuga á allskyns skylmingum, og til að losna við mína útrás sparka ég í poka, eða fer út að hlaupa. Einnig virðist þú halda það ( segir allavega svo) að fólk sem eigi jeppa og mótorhjól séu algjörir ruddar í umferðinni. Hvaða bull er það. ég þekki fullt af fólki sem á bæði jeppa og mótorhjól og það er ekkert meiri ruddar heldur en hver annar í umferðinni. Mestu ruddarnir sem ég hef kynnst eru þessir ,, gæjar ” á fallegu sporbílunum sínum sem halda að þeir eigi heiminn.
En þetta er nú farið að snúast út í eitthvað allt annað heldur en veiði. Svo ég læt þetta duga í bili. En ég vil endilega fá fleiri athugasemdir frá þér Rafaello. Og ef þú myndir segja mér hvað þér finnst svona yndislegt við þessa veiði, myndi það ef til vill hjálpa mér mikið að skilja hugarheim ykkar.
Þótt að skrif mín kunni að virðast fordómafull þá virði ég ykkar áhugamál, og ef ég hef móðgað einhvern þá biðst ég afsökunar á því.
Kveðjur Siela.
P.s
Rafaello ég held ég láti Urtöndina alveg eiga sig takk fyrir.
Ágæta Siela.
Takk fyrir ágætlega málefnalegt svar (mun málefnalegra heldur en fyrri skrif þín sem ég svaraði)
en mikið óskaplega hefur lesið svarið mitt hratt og illa.
Ég var að tala um frumeðlið í okkur. Hlutir eins og að veiða sér til matar, fæða sig og klæða, fjölga sér og skreyta sig. Það sem þetta á sameiginlegt er að þetta eru allt AÐSKILDIR hlutir í eðli okkar og þeir eru missterkir í okkur. Kom það ekki nógu greinilega fram? Ekki blanda þessu svona saman. Ég veit að þú ert ekki að drepa neinar lífverur þegar þú klæðir þig í á morgnana og að fólk reynir ekki að drepa hvort annað í bólinu þó svo að það geti orðið mikið fjör á “skeiðvellinum” á stundum. Kommon. Gefðu mér nú meira kredit en þetta. Þessir veiðimenn sem þú hittir og minntist á voru samkvæmt lýsingunni atvinnuveiðimenn og ég tók það fram að mér væri ekkert sérstaklega umhugað um svoleiðis menn. Það eru svartir sauðir í öllu fé og skotveiðimenn á Íslandi eru enginn undantekning á þeirri reglu. Síður en svo. Nægir þar að nefna nokkura stráka sem fyrir tveimur eða þremur árum fóru í maí eða júní í morgunflug á helsingja í Vatnsdalnum ef ég man rétt og drápu 60-70 stykki. Fuglar sem á þeim tíma voru að millilenda á landinu á leið sinni til Grænlands, friðaðir, örþreyttir og afskaplega auðveld bráð. Það var villimennska og átti ekkert skylt við veiðar. Skilurðu ekki muninn? Það eru svona atvik sem kasta rýrð á alla veiðimenn á landinu og mér þykir það mjög miður.
Það að njóta náttúrunnar með veiði fer til dæmis fram á þennan hátt: Það er 1.september og klukkan er 04:30 og það er að byrja að birta. Lognið er algert og það má sjá döggina drjúpa af grasinu…(væmið ha :o) Þú dregur djúpt andann og loftið er eins og besti svalardrykkur sem þú hefur smakkað. Þú horfir í kringum sig Tálfuglarnir eru klárir á túninu, skyldi þessi uppstilling virka á þessum stað? Þú ferð yfir búnaðinn og vekur félagann sem að dottaði örlítið. Í stillunni heyrir þú í gæsinni sem er að yfirgefa náttstaðinn sinn. Adrenalínið gerir vart við sig í æðum þínum. Gargið færist nær og nær…spennan magnast, skyldi hún falla fyrir þessu hjá mér? Skyndilega sérð þú þær. Þaær koma nær og hringsóla yfir þér. Þær eru að spá í hlutina, maður liggur grafkyrr, minnsta hreyfing eyðileggur allt. Allt í einu breiða þær út vængina og setja lappirnar fram og renna sér inn í autt svæði sem þú hafðir útbúið sérstaklega sem lendingarsvæði og á því augnabliki þegar gæsirnar hamast við að blaka vængjunum til að draga úr hraðanum til að skella ekki harkalega til jarðar uppfyllir þú veiðimaðurinn þessa hvöt sem að rekur þig áfram og gerir þig að veiðimanni.
Bráðin fellur til jarðar, dauðskotinn. Þannig vilt þú hafa það. Púðurilmurinn leggst yfir vitin og adrenalínið flæðir…..vellíðan.
Ég hef sjálfsagt ekki snúið þinni skoðun á neinn hátt Siela enda ætla ég ekki að reyna það en svona líður mér á veiðum. Auðvitað fer þetta ekki alltaf svona, stundum er rok og rigning (reyndar bara betra) og stundum eru þær með afbrigðum styggar og koma alls ekki inn í túnið og svo framvegis en það er hluti af þessu öllu. Þá er bara ástæða til að vera þeim mun glaðari þegar vel gengur eins og í öllu. Málið er bara að það að skilja þetta er ekkert allra og ég virði það. Kærastan mín skilur þetta t.d. frekar illa því miður þannig að ég veit alveg hvernig fólki líiður og ég þurfti að réttlæta veiðimennskuna heilmikið til að byrja með. Hún fór t.d. einu sinni að gráta þegar ég og vinur minn skutum á skarfa út í Fjörður hérna um árið…eftir það hét ég því að taka hana aldrei með í skotveiðiferð aftur. Ég held að það sé ómögulegt að snúa fólki frá sinni skoðun í þessum efnum…svei mér þá enda þarf þess? Annað hvort ertu veiðimaður í þér eða bara alls ekki. Kannski er þetta rangt hjá mér en mér finnst þetta stundum vera staðreynd.
Fyrirgefðu að ég særði þig með því að ætla að uppfræða þig um veiðitíma á hrafni sem var greinilega óþarfi en þú hefðir þá átt að vera aðeins skýrari í skrifum þínum. Talandi um krumma, blessaðar ærnar og sveitamennsku þá vil ég að þú vitir að ég hef búið í sveit í 25 ár af lífi mínu. Pabbi gamli er bóndi og þú þarft ekki að fræða mig um lífið í sveitinni. Nú veitu það. Þú veist líka að hrafninn er hataður af mörgum fyrir það að leggjast á nýborinn lömb sem að koma í heiminn út undir berum himni sem að kemur fyrir á bestu bæjum endrum og sinnum þó svo að ærnar beri lang flestar inni í fjárhúsi. Og að það er við þessi tækifæri sem hrafninn lætur til skarar skríða og eitt dæmi sem gefur til kynna að hann drepi líka sér til skemmtunar er að á nágranna bæ okkar bar ær tveimur lömbum. Annað kom dautt í heiminn en hitt al heilbrigt. Hrafninn lét það dauða eiga sig en lagðist á það sem var lifandi og tók úr því augun og fór svo í görnina á því. Einkennileg hegðan sem vekur upp spurningar um kauða ekki satt? Ég er samt ekki að gefa í skyn að það eigi að slátra krumma í massavís þannig að þú vitir það.
Ágæta Siela.
Mér finnst gaman að þú skulir segja það sem þér finnst og láta ljós þitt skína hér á veiði áhugamálinu. Þetta er málefnalegt hjá þér og Það finnst mér skipta öllu máli.
Það sem mér finnst mest að í skrifum þínum er þó hinn rosalegi misskilningur hjá þér í seinni hluta greinar þinnar að ég álíti þig einhvern rudda og nú ætla ég að copy/paista aðeins. Ég sagði þetta:
“Segjum sem svo að ég skrifaði eftirfarandi grein eftir að hafa lesið áhugamálin þín á huga.is
Þú hefur áhuga á t.d. mótorhjólum, jeppum, hundum, köttum og bardagalistum og hverskonar helv… ruddaskapur er það að hafa áhuga á þessu? Bardagalistir…að kalla þetta list? Menn að berja og sparka í hvorn annan? Ertu frá þér? Þú ert nú meiri ógeðslegi ruddinn! Svo eru allir sem eiga jeppa og mótorhjól ökufantar og ruddar í umferðinni.
Ekki mjög gáfuleg skrif að alhæfa svona?
Nei, ekkert sérstaklega. ”
Þú skrifar eftirfarandi:
“Þú sagðir einnig að hvurslags ruddi ég væri að hafa áhuga á bardagalistum, jeppum, mótórhjólum og hundum og köttum.
Þú virðist greinilega halda að ég labbi á milli fólks og lemji það í kássu. Ég vil leiðrétta þann misskilning. Minn áhugi á bardagalistum er ekki box eða ruddaskapur. Ég hef áhuga á allskyns skylmingum, og til að losna við mína útrás sparka ég í poka, eða fer út að hlaupa. Einnig virðist þú halda það ( segir allavega svo) að fólk sem eigi jeppa og mótorhjól séu algjörir ruddar í umferðinni. Hvaða bull er það. ég þekki fullt af fólki sem á bæði jeppa og mótorhjól og það er ekkert meiri ruddar heldur en hver annar í umferðinni. Mestu ruddarnir sem ég hef kynnst eru þessir ,, gæjar ” á fallegu sporbílunum sínum sem halda að þeir eigi heiminn. "
Sérðu ekki feilinn hjá þér núna Siela? Þú bara hlýtur að gera það.
Þárna var ég að sýna fram á fáránleika þess að skrifa svona lagað, alhæfa….setja alla undir sama hatt skilurðu? Ég var EKKI að segja að mér finndist þetta. Ég hef bæði átt jeppa og mótorhjól og hef gaman af karate og öðrum bardagaíþróttum og ég myndi aldrei láta hafa svona alhæfingu eftir mér, trúðu því. Þetta var dæmi, samlíking sjáðu til.
Ég hef lagt mig að ég tel, frekar fram við að vera málefnalegur í mínum skrifum og ég vona að það hafi tekist.
Ágæta Siela,
Ég virði þig og þínar skoðanir og mér finnst nauðsynlegt að fá að heyra um þær og álit á þessu öllu.
Ég vona einnig að ég hafi náð að leiðrétta misskilninginn hjá þér Siela.
Hann var talsverður.
Jólaveiðikveðja til þín og allra á skerinu frá….
RAFAELLO.
0
Kæri Rafaello.
Þú ert greinilega þessi almennilegi veiðimaður, sem gjörsamlega nýtur þess að vera úti í náttúrunni. Og hafði ég mjög gaman af því að lesa lýsinguna á tilfinningum þínum sem rennur um þig á þínum veiðiferðum. Þú ert greinilega þessi fyrirmyndar veiðimaður. En eins og þú sagðir sjálfur laumast einn og einn svartur sauður inn á milli.
En það að ræða þessi málefni við þig hefur verið mér mikil ánægja og þú hefur komið með mun málefnanlegri rök heldur en margur veiðimaðurinn. Á ég til að mynda bróður sem hefur mikinn áhuga á allri veiði. Og hann hefur eiginlega bara ýtt undir þennan hefndarþorsta sem komið hefur áður fram í skrifum okkar.
Því vil ég þakka þér fyrir þessar umræður. Þó að ég skilji ykkur veiðimenn mun betur en áður, mun alltaf verða partur af mér sum mun aldrei fatta ykkar hugarheim og tilfinningar.
Því óska ég þér og kærustu þinni Rafaello gleðilegra jóla og vonandi verður jólarjúpan ykkar gómsæt.
Kærar kveðjur
Siela.
0