Sæll og blessaður
Ég á Remington 700 bdl 308 riffil, ég og félagi minn sem fór með mér til grænlands á hreindýraveiðar höfum verið að nota 140-150 grain noisler kúlur með plastoddi. Við höfum einnig verið að skjóta sel með þessum rifflum á 300-400 metra færi og þeir steinliggja. Einnig er ég með nokkuð fjölbreytt úrval af haglabyssumm, einhleypu, tvíhleypu, pumpu og hálfsjálfvirka. Þessar byssur tekur maður upp við sértsök tækifæri við mismunandi veiðar.
Hálfsjálfvirka byssan (benelli m1 s90) er alger draumur á t.d. svartfugl og gæs á rjúpu notar maður tvíhleypuna, það þarf ekki fleiri skot en 2, stundum er ég með benelli byssuna á rjúpu þegar að ég er að veið í miklu kjarri.
kv
ajaxinn