Hvernig er þetta með ykkur svo kölluðu sportveiðimenn sem eruð að flækjast upp á allar heiðar að leita að hænsnfugli?
Getið þið eigi komið ykkur upp um áætlun hvar þið ætlið að veiða.. hvenær þið leggið af stað heim og látið einhvern vita af því hvar þið eruð á veiðum, svo við hérna skattborgararnir þurfum ekki að borga fyrir björgun ykkar sportidjótana (ekki er átt við þá sem hafa farið á viðeigandi námskeið í meðförum slíkra hluta) sem kunnið varla á kompáss hvað þá meira…Maður veit alltaf hvenær haustið er komið, rétt eins og þegar vorið gengur í garð og Lóan syngur í móa, það er þegar fyrstu fréttirnar af því ykkur berast, villtum upp á heiðum! Hvern andskotann eruð þið að meina? Ef þið þekkið ekki svæðið sem þið eruð að veiða á þá minnsta kosti reynið að taka einhvern með ykkur sem þekkir svæðið svo þið villist ekki þegar rökkva tekur og í gvuðanna bænum látið vita af ykkur greyin mín hvar þið eruð að veiða. ég er orðinn langþreyttur á því að heyra upp á hvert einasta haust að menn séu týndir við veiðar og finnast illa hraktir og blautir svo ekki hefði mátt muna miklu áður björgunarmenn fundu þá. Ísland er erfitt land yfirferðar, og við skulum hafa það í huga að haustveður geta verið válynd enda á sagan að hafa kennt okkur það að útbúa okkur vel ef við ætlum að taka allann daginn í veiðar í íslenskri náttúru.
Megi þetta haust vera ykkur gæfuríkt.
Nemi