af mbl.is:
Tapaði rjúpnafeng og skotvopnum vegna þjófstarts
Lögregla í Borgarnesi lagði hald á rjúpur og skotvopn manns sem þjófstartaði um helgina og hélt rúmlega viku of snemma til rjúpnaveiða. Lögreglan mun m.a. nota flugvélar til að fylgjast með því hvort fleiri fari of snemma til veiða.
Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning á laugardag um grunsamlegar mannaferðir á Holtavörðuheiði. Síðdegis sama dag stöðvaði lögreglan síðan rjúpnaveiðimann sem hafði skotið 55 rjúpur á heiðinni. Þar sem rjúpnaveiðitíminn byrjar ekki fyrr en 15. október lagði lögreglan hald á rjúpurnar og skotvopn mannsins.
Að sögn lögreglunnar hefur nokkuð borið á því síðast liðin ár að veiðimenn séu að þjófstarta og fara of snemma til rjúpnaveiða. Hefur lögreglan haft töluvert eftirlit með heiðum og fjallvegum í sínu umdæmi vegna þessa. Auk hefbundinna aðferða hefur lögreglan einnig notast við eftirlit úr flugvél með góðum árangri og verður sá háttur hafður á í haust.
Hverskonar eiginlega skíthórur eru það sem standa í þessu? Geta ekki setið á sér í smá stund og koma þannig óorði á okkur hin sem erum bara að chilla í góðum fílíng fram að 15. okt. Svona gaura á nú bara að skjóta í rassinn.
Það er ekkert sem pirrar mann meira en að heyra skothvelli dagana fyrir 15. Það er ótrúlegt hvað menn geta verið kræfir. Ég hef séð myndarlega rjúpnakippu hangandi á staur í byrjun september. Er svoleiðis lið ekki mð öllum mjalla?
Snorkurinn (hundfúll!!)