“Jæja, eigum við ekki að segja þetta gott. Það er ekki búinn að koma einn einasti fugl núna í langan tíma” - Sagði ég með vonsvikinni röddu og bætti við að við hefðum ekki einu sinni heyrt í neinum fugli seinasta klukkutíman.

Þá heyrðum við við flugvél að koma í aðflug. Þetta skiptið flaug hún óvenjulega látt og með öll ljósinn kveikt. Þegar hún var farinn í burtu og hávaðinn af henni að mestu farinn. Héldum við áfram að sbjalla við félgarnir. Vorum orðnir þreyttir og marg búnir að tala um að fara heim.

Það var byrjað að rökkva og skuggi byrjaður að myndast í dýfstu lautirnar. Tjörninn austan við okkur var orðinn eins og risa stór spegill sem endurkastaði til okkar tunglinu sem hefði læðst upp á milli fjallana á meðan flugvélinn flaug framm hjá. Vindurinn sem hefði verið svo ákafur fyrr um daginn var nú búinn að draga sig í hlé og nennti ekki einu sinni að ýta hinum minstu stráum.
Það var algjör þögn.
Meira að segja mýrinn sem hafði verið að bleyta okkur allan daginn varð falleg kyrðinni sem rýkti.


Við héldum áfram að tala saman félgarnir þangað til ég sá að andlitið stífnaði allt í einu á félaga mínum “ Fyrir aftan þig, fyrir aftan þig!”
Ég snéri mér snöggt við og sá þá 10-15 ungar gæsir fljúga hljóðlaust hratt í átt að okkur. Þær lækkuðu flugið óðan með miklum tilburðum.

“ Bíddu rólegur, fáum þær nær.” Sagði ég. Þær flugu nær og nær. Uns þær byrjuðu að sveima yfir svæðinnu leitandi að góðum hvíldarstað. “Núna!” Sagði ég hátt og reif af mér felu-netið, rétt eins og félagi minn gerði, og byrjaði að skjóta.

Í fyrsta skoti hitti ég auðveldalega og fuglarnir stein láu hjá okkur félgum. Í seinna skotinu náði ég að særa einn fuglinn. Félagi minn var snöggur að átta sig á því og kláraði hann áður en hann fór úr færi.

Í burtu flugu hinar gæsirnar, skælandi fallna félaga.



Aftur ríkti algjör þögn, þegar bergmálið úr fellunum í kringum okkur var dáið út. Nema nú sátum við félagarnir með bros á vör og þrjár gæsir á milli okkar.
“When all are one and one is all”- '