Jæja. Ég er búinn að vera admin á þessu áhugarmáli þó nokkuð lengi en alldrei gefið mér tíma í að skirfa grein. Ástæðan er líklega sú að ég veit ekki hvað ég á að skrifa um. En hér kemur mín fyrsta grein inná veiði og hún verður um veiðisumarið mitt 2006. Það er nú allveg mánuður eftir að því en ég ætla að skirfa um það sem búið er. Til að auðvelda lesninguna þá gæti ég í rauninni bara skrifað “þetta sumar er búið að vera ömurlegt” en ég ætla að útskíra af hverju. Þetta byrjaði alltaf með því að ég var alltaf að fynna þetta fullkomna veður til að veiða í. Sem sagt allveg logn og sól úti þannig að það verði mikið af flugum og vatnið spegil slétt. Að keyra frá húsinu mínu og uppí sumarbústað í þingallavatn þar sem ég veiði tekur sirka 50 min að keyra (75 km). Bensínið er dýrt nú til dags og það er leiðinlegt að fara fíluferð uppí sumó og síðan er vont veður. Það gerðist hinsvega við mið nokkru sinnum þrátt fyrir að hafa hringt og spurt um veðrið. Það er gott á meðan ég er í bænum en síðan þegar ég kem uppí bústað þá er komið rok og ský. Það er mjög leiðinlegt. Eftir að hafa farið fíluferð nokkru sinnum þá hitti ég loksins á hið fullkomna veður. Það var logn og sól. Ég var að veiða í sirka 60 min og veiddi eina litla murtu. Hversu ömurlegt er það. Síða nokkrum vikum seinna er bátur keipur af bróður mínum. Þá hélt ég að ég myndi fara að moka upp fisunum en svo var heldur ekki. Það er allveg það sama og áður hefur gerst. ÞEgar ég lít útum gluggan á sumarbústaðinum mínum og sé að vatnið sé allveg slétt þá kemur alltaf rok þegar við erum búinn að gera bátinn kláran. Ég lenti einu sinni í því að það var ekki mikið af öldum og þá var kl 2 að nóttu til þegar ég var bara að leika mér á báttnum með félugunum. En núna í gær (fimtudag) þá fer ég uppí bústað og ætla að veiða. Þetta fullkomna veður er loksins og núna höfum við bát og þá hélt ég sko að við myndum veiða mikið og þessa stóru urriða. En nei. Í morgun hafði ég ekkert að gera svo ég fór niðra vatni og byrjaði að veiða á landi. Ég var ekki með flugunet þannig að ég var ekki að fíla mig þarna. Af þremur köstum veiddi ég tvo fiska sem mér fynst gott. Síðan gerðum við bátinn ready en þá auðvitað koma rok. Það er eins og mér sé ekki ætla að fara útá bát. Við fórum nú samt en veiddum ekki neitt. Það er mjög lélegt. Annað hvort er eitthvað að gerast með þingallarvatn eða ég er bara óheppin. Ég held samt áfram að reina þennan mánuð sem eftir er af þessu sumri og ég held ég láti bátinn í friði.
P.S afsakið allar villur í textanum.