Eins og Reykjavíkurbúar vita hefur veðrið í sumar ekki verið upp á marga fiska ;) og því ekkert gaman að liggja í tjaldi. En sem betur fer rættist úr þessu fyrir okkur og spáin fyrir helgina hljómaði ágætlega.
Við fórum því og keyptum okkur tvær stangir, 3400 kall stykkið í Olís. Með fylgdi einn spúnn, nokkrir önglar og fleira það nauðsynlegasta.
Við héldum af stað á föstudagskvöldi og tjölduðum á tjaldstæði sem heitir Hvannabrekka. Það var fínasta tjaldsvæði fyrir utan að það var engin salernisaðstaða þannig að við þurftum að skella okkur upp í skóg og nota náttúruna eða lalla út að þjónustumiðstöð. Við vorum þarna í góðu næði, enda höfðum við með bjór og væntumst þess að hafa læti. Allir voru hálfþreyttir fyrsta kvöldið svo lítið var gert.
Vöknuðum hress á laugardag í ágætisveðri, fór reyndar fljótlega að hvessa. Um eitt leytið héldum við í þjónustumiðstöðina og keyptum okkur veiðileyfi, 1000 kall á stöng. Við héldum svo sem leið lá meðfram vatninu og stoppuðum á einu svæðinu. Ekki varð þessi veiðiferð mjög löng né ábótasöm. Kuldaskræfurnar sem voru með mér heimtuðu að fara heim í tjald eftir klukkutíma án þess að bitið hafði á og gerðum við því það.
Um kvöldið spiluðum við Pictionary í blankalogni, drukkum bjór og höfðum hátt. Ég verð því að segja að ferðin var vel heppnuð þrátt fyrir einstaklega stuttan veiðitúr. :)
Þess má geta að þarna á Þingvöllum eru ein ódýrustu tjaldsvæðin á Íslandi, 500 kall nóttin á mann!
Í lokin langar mig að biðja ykkur sem eruð reyndari í veiðinni að benda mér á góð veiðisvæði hérna nálægt borginni sem eru ekki of dýr og henta til að fara í dagsferð að.
Just ask yourself: WWCD!