Höfðabrekkutjarnir
Ég fór við veiðar í höfðabrekkutjörnum fyrir um 2 árum síðan og langar aðeins að fjalla um þetta veiðisvæði. Höfðabrekkutjarnir eru staðsettar í Kerlingardal skammt austan við Vík í Mýrdal. Þetta eru 3 tjarnir.Veiðileyfið kostar 1500 minnir mig. Besta veiðin er í Stærstu tjörninni en þessar tjarnir eru mjög grunnar, mest kannski 2m en einn gaur á aldur við mig óð yfir á eyjuna sem er staðsett í miðri tjörninni. Ég var þarna með kaststöng og lítinn svartann toby spún og strax og ég kastaði útí beit fiskur á og svo leið um 1 klukkustund og þá var ég kominn með 20 fiska, allt uriiðar 1-2 pund og þá færði ég mig á dýpri stað og þá héldu tökurnar stanslaust áfram og ég endaði uppi með um 80 fiska allir á svartan toby og voru þetta allt fiskar kannski 1-3 pund og einhverjir stærri… En ég mæli með að fólk bleiti þar færi:).