Ég byrjaði veiðisumarið mitt í byrjun maí þegar ég skundaði í Vífilstaðavatn með nýja veiðikortið mitt. Ég reyndi töluvert með öllu mögulegu agni en ekkert gekk.
Nokkrum dögum seinna fór ég að veiða í Hvaleyraarvatni. Það var nánast ekkert hægt að veiða vegna láta í smákrökkum sem voru að fagna samræmduprófslokum. Enginn varð aflinn í það skiptið.
Næst hélt ég í Urriðakotsvatn og þar var sko ætlunin að ná nokkrum urriðum. Mér varð ekki að ósk minni og ég sá ekki eitt kvikindi.
Þá var komið að því að ég fór í eitt af mínum uppáhaldsveiðivatni. Hólmavatn við Stóru skóga. Meira um það hér
. Þar fékk ég mína fyrstu fiska í sumar. Eftir klukkutíma veiðiskap lágu þrír urriðar í valnum.
Nú í gær fór ég svo í Þingvallavatn í góða veðrinu. Þrátt fyrir gífurlegar væntingar fékk ég ekki svo mikið sem eina murtu.
Það sem eftir er af sumri er veiðiplanið hjá mér svona: Á fimmtudaginn liggur mín leið vestur í Straumfjarðará þar sem markmiðið er að sjálfsögðu að taka að minnsta kosti einn lax. Í ágúst er ég svo líklega að fara í bleikjuveiði í Ólafsfirði. Til viðbótar við þetta þá á ég efalaust eftir að fara í marga veiðitúra í vötn suðvestan- og vestanlands.
Hvar hefur þú veitt í sumar og hvert ætlar þú í sumar?
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.