Góðan og blessaðan daginn:) Hérna ætla ég að segja ykkur frá ágætri veiðisögu sem ég lennti í.
Ég átti heima út í Noregi í eitt og hálft ár og fór eins oft og ég gat að veiða, annað hvort út í sjó eða í stöðuvatni. Eitt skipti fór ég með vini mínum að veiða í vatni sem var rétt hjá þar sem hann átti heima. Staðurinn sem við vorum á var mjög lítill og ekki hægt að kasta langt út í vatnið, reyndar var varla hægt að kasta eitthvað af viti. Það er nefninlega fljótandi eyja á vatninu og hún var fyrir okkur þannig að við gátum ekki kastað almenninlega út.
En jæja, nóg um það, við fórum þangað með græjurnar okkar og græjuðum allt og byrjuðum að veiða.
Ég var með venjulega kaststöng en vinur minn var bara með bensínstöðvarstöng og spítu með girini vafið utanum hana og frekar stór öngull á endanum.
Við byrjuðum að veiða og það gekk ekkert sérlega vel, fengum bara einhverja pínulitla abborra sem var ekkert gaman að veiða. Það var nóg að dýfa önglinum ofan í og þá beit abborri á. Svo datt okkur í hug að setja einn abborran á öngulinn sem var fastur við spítuna. Við gerðum það og settum hann út í og létum hann bara liggja og héldum áfram að veiða. Svo var ekkert að gerast hjá okkur og við ákváðum bara að hætta og fara heim. Við gengum frá stöngunum og því og mundum svo eftir abborranum sem við settum út í. Við byrjuðum að draga inn, og þá sagði vinur minn: “ég held að það sé eitthvað á!” Svo beið hann smá og sagði svo: “nei það er ekkert!” Við héldum áfram að draga inn, en svo allt í einu sáum við þessa RISA geddu sem var á!! Við fengum sjokk og vissum ekki hvað við áttum að gera! Við vorum bara með þessa risa geddu fasta á öngli sem var bara fastur við einhverja spítu! Við þorðum nátúrulega ekki að taka hana upp á land, af því að við vorum ekki með háf eða hanska eða eitthvað til þess að taka hana upp(geddur eru nefnilega með svo ótrúlega beittar tennur og geta bitið puttana auðveldlega af manni)!
Við hringdum í pabba vinar míns og sögðum honum frá þessari risastóru geddu sem við vorum með og buðum hann um að koma með háf eða eitthvað til þess að geta landað henni! Svo biðum við eftir pabba hans og þorðum ekkert að taka á gedduni af því að hún getur bitið venjulegt girni léttilega í sundur, maður þarf ca. 30-40cm langan járnvír frá önglinum og að girninu svo hún geti ekki bitið hann í sundur. Við biðum og toguðum alltaf pínu lítið í hana til að fá hana nær. En það skrýtna var að hún streyttist ekkert á móti! Hún flaut bara við yfirborðið og togaði smá í af og til!
Svo kom pabbi vinar míns loksins og var með myndavél en ekki neitt til þess að geta tekið gedduna, en við nenntum ekki að bíða lengur og við byrjuðum að draga/toga, og geddan bara fylgdi eftir og streyttist ekkert á móti! Svo þegar hún var alveg komin upp að bakkanum, lyftum við henni aðeins upp til þess að geta tekið hana, en þá beit hún girnið í sundur! En hún synti ekkert í burtu! Ónei, hún flaut bara þarna við yfirborðið hjá bakkanum! Það fannst okkur mjög undarlegt, hún lét sig bara fljóta og gerði ekki neitt! Við vissum ekki hvað við áttum að gera, okkur langaði mjög mikið að ná henni á land en það var enginn sem þorði að taka hana upp með berum höndum. Þannig að við ákváðum að ná í prik og pota í hana til að athuga hvort hún væri dauð:P. Við fundum prik og potuðum í hana og þá kiptist hún öll við og það varð mikill gusugangur við yfirborðið og svo hvarf hún!
Þetta var þessi skemmtilega veiðiferð sem ég lennti í út í Noregi, en það var samt mjög svekkjandi að missa hana!:( En svona er lífið…
Til gamans má geta að vinur vinar míns var að veiða í sama vatni og við fengum þessa geddu og hann veiddi hana og náði henni á land og allt! Og hann sagði það hefðu verið 5-6 önglar í henni! þannig það það hafa fleiri verið að glíma við þennan risa, og þar á meðal ég:D
Takk fyrir mig:)
P.S. Ég ætlaði að setja mynd með en hún var of stór þannig að ég set bara link hérna. Ef þú klikkar—–>[urlhttp://public.fotki.com/Asverjar/aprl_2005/vor_2005/dsc00778.html]hér<—– geturðu séð myndina:)