Fiskvegur var gerður við Kattfoss árið 1971 og er áin nú laxgeng alla leið upp í Hítarvatn.
Veiðileyfi í Hítará eru seld af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Ánni er skipt upp í tvö svæði, annarsvegar Hítará I og hinsvegar Hítará II.
Hítará I
Veiðisvæði Hítarár I nær frá ósi og upp að Kattfossi. Stangarfjöldi í Hítará I er breytilegur. Á jaðartímanum eru seldar fjórar stangir í ána en á besta tímanum er stöngunum fjölgað í sex. Meðalveiði áranna 1974 - 2004 eru 336 laxar en árið 2004 veiddust 476 laxar með meðalþyng uppá 2,72 kílógrömm. Veiðihúsið Lundur við Hítará I er eitt það flottasta á landinu. Stendur það alveg við þjóðveg 54 og við einn besta veiðistaðinn í ánni,Breiðina(Brúarfoss).Veiðileyfi í Hítará I eru ekki í ódýrari kantinum. Þau eru ódýrust 14.900kr 12 - 16 september og þau eru dýrust 55.900 16 - 20 júlí. Ofan á það legst svo fæðis og húsgjald 11.400kr alls.
Hítará II
Hítará II nær yfir Hítará ofan við Kattfoss að Hítarvatni, Grjótá og Tálma. Stangarfjöldi í Hítará II er mismunandi rétt eins og í Hítará I. Í byrjun og lok veiðitímans eru 4. stengur í ánni en á besta tímanum eru það aðeins 2 stengur. Árið 2004 veiddust 133 laxar og meðalþyngdin á þeim var 2,7 kg. Einnig er staðbundin urriði í ánni en ekki eru til veiðitölur yfir hann. Veiðihúsið við ána er glænýtt og stendur það rétt við brúna yfir Grjótá. Veiðileyfi í Hítará II eru ekki næstum því eins dýr og í Hítará I en dagurinn kostar frá 5.900 kr í júní uppí 14.900 í júlí og ágúst.
Heimildir: Stangaveiðihandbókin og http://svfr.is. Ég vil taka það fram að þessi grein er ekki c/p.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.