Ég hef veitt 12 tegundir af fiskum og hér koma þær.

Bleikja
Lax
Sjóbirtingur
Urriði
Þorskur
Marhnútur
Kola
Ýsu
Hornsíli
Síld
Máv
Krossfisk
Ufsi

Ég hef ekki tölu á því hve oft og hvar ég hef veitt bleikju.

Laxinn minn veiddi ég nú bara í sleppitjörn rétt hjá Akureyri. Ég veiddi reyndar einn mjög lítin (seiði) í Laxá í Aðaldal.

Ég hef veitt sjóbirtinga á nokkrum stöðum. Þar ber helst að nefna Ölfusá og Grenlæk.

Ég hef veitt urriða á of mörgum stöðum til þess að ég nenni að telja þá upp hér.

Þorsk hef ég veitt á nokkrum stöðum. Ég hef oft veitt þorsk á Ólafsfirði og svo veiddi ég nokkra á Gjögri í sumar. Einnig veiddi ég þónokkuð af þorski við Húsavík fyrir nokkrum árum.

Marhnút hef ég veitt nánast allsstaðar þar sem ég hef bleytt færi í sjó.

Kola veiddi ég bæði í net í Ólafsfjarðarvatni og við bryggjuna á Ólafsfirði.

Ég veiddi mikið af Ýsu í Ólafsfjarðarhöfn fyrir tveimur árum. Ég veiddi líka eina Ýsu þegar ég fór í sjóstangveiði í apríl.

Hornsílið mitt veiddi ég í Litla sjó í veiðivötnum. Það var ekkert að ganga hjá okkur og í eitt skiptið sem ég dró inn þá hafði hornsíli bitið á öngulinn og einhvernveginn náð að festa sig.

Eina síld veiddi ég þegar ég var á veiðum við Ólafsfjarðarhöfn í hitteðfyrra. Hún var notuð sem beita á ýsuna og gaf hún mjög vel!

Máv hef ég tvisvar veitt á Ólafsfirði. Ekki mjög skemmtileg lífsreynsla.

Krossfiska veiddi ég tvo núna í sumar í Ólafsfjarðarhöfn.

Ufsa hef ég nú fengið allt í kringum landið.

Hvað hefur þú veitt margar tegundir af fiskum?
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.