Með kortinu fylgir veglegur bæklingur þar sem vötnin eru ítarlega kynnt til að auðvelda aðgengið að þeim, sem og kynna fyrir korthöfum þær reglur sem gilda við hvert vatnasvæði. Einnig eru kort og myndir frá vatnasvæðunum sem í boði eru.
Vötnin 20 sem voru/eru í boði árið 2005 eru:
# Baulárvallavatn á Snæfellsnesi.
# Haukadalsvatn í Haukadal í landi Vatns.
# Hítarvatn á Mýrum. (Ath. takmörkun í bækling - 30 stangir)
# Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi
# Kringluvatn í Þingeyjarsýslu
# Langavatn í Borgarbyggð
# Langavatn á Skaga (Hámark 7 daga fyrir hvern korthafa)
# Sandvatn í Þingeyjarsýslu í landi Hamars.
# Skorradalsvatn í Skorradal fyrir landi Indriðastaða
# Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði í landi Hrauns
# Syðridalsvatn við Bolungavík
# Sænautavatn á Jökuldalsheiði
# Torfdalsvatn á Skaga (Hámark 10 daga fyrir hvern korthafa)
# Urriðavatn við Egilsstaði
# Úlfljótsvatn í landi Efri-Brúar.
# Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði
# Vífilsstaðavatn í Garðabæ
# Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur
# Þórisstaðavatn í Svínadal
# Þveit í nágrenni Hafnar í Hornafirði fyrir landi Stórulág.
A.m.k bætast við þrjú vötn á næsta ári. Þau eru: Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins og Ljósavatn sem er á norðausturlandi. Þessi vötn eru að öllum stærðum og gerðum með öllum tegundum af fiskum af öllum stærðum fyrir alla árstíma.
Ég fékk mér svona kort í sumar og fór að veiða í nokkrum af vötnunum. Hér á eftir ætla ég að segja frá gengi mínu í vötnunum.
Víkurskarð: Ég var þarna í heilan dag og fékk ekki bröndu. Þetta var samt ekki á besta tíma
Langavatn í Borgarfirði: Þangað fór eina kvöldstund og veiddi ekki neitt og varð ekki var við neitt líf.
Hítarvatn: Ég skrapp þangað í nokkra klukkutíma og gekk bara nokkuð vel 5 bleikjur og einn urriði minnir mig.
Hraunsfjörður: Þarna kastaði ég nokkrum sinnum út á leið minni um snæfellsnes. Ekki var mikið um afla en það voru laxar að stökkva út um allt.
Ég hvet alla til þess að fá sér svona kort fyrir næsta veiðisumar.
Myndin er af veiðikortinu eins og það leit út þetta árið.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.