Í Hólmavatni er einungis urriði. Hann er fremur smár 100 - 500gr en hefur farið stækkandi síðustu ár.
Besti veiðistaðirnir í vatninu að mínu mati er í vík rétt hjá sumarbústaðnum við vatnið og svo við kletta sem standa uppúr vatninu vestanverðu.
Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef oft farið að veiða í Hólmavatni og ég hef nánast aldrei komið fisklaus heim.
Besta agnið í vatninu er maðkur. Erfitt er að veiða með spún sökum mikils gróðurs. Fiskurinn virðist ekki vilja flugu en það má alltaf reyna það líka.
Eitt sinn þegar fjölskyldan fór að veiða í Hólmavatni þá vorum við búin að fá nokkra fiska en við vorum búin með áðnamaðkana. Þá ákváðum við að prófa að setja brum af birkitrjám á öngulinn. Það stóð ekki á fiskunum hann tók á brumið eins og hann hefði aldrei gert neitt annað.
Ég hvet eindregið alla til þess að prófa að veiða í Hólmavatni.
Myndin er tekin um miðnætti við Hólmavatn í fyrrasumar.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.