Flikkistjörn (Draugatjörn9 er ein af tjörnunum eða vötnunum sem ég veiði í. Hún er ekki mjög stór en það mokveiðist alltaf í henni, það klikkar ekki.
En gallinn við fiskana sem maður veiðir er að það er rosalegt moldarbragð af þeim og stærðin er ekki mikil, 15-20cm og svona og 150-200gr.
Tjörnin minnir mjög á Lómatjörn (sem ég á eftir að segja ykkur svo frá) þannig að maður verður að passa sig á að sökkva ekki því allt í kringum tjarninar (Flikkistjörn og Lómatjörn) er sef sem gefur rosalega eftir.
Nú koma 3 sannar sögur um tjörnina.
Eitt sinn þegar mamma mín og systir hennar og gamall vinnumaður fóru að veiða þarna þá fór vinnumaðurinn út í sefið og byrjaði að sökkva. Það munaði litlu að hann hefði sokkið alla leið og drukknað. En mamma og systir hennar björguðu honum frá leiðinlegum dauðdaga. Þetta sínir bara hættuna við sefið.
Svo til að sýna fram á þá mokveiði sem er í þessari tjörn þá einu sinni fyrir nokkrum árum þá fóru fyrrnefndar konur að veiða þarna og veiðin var þannig að þær þræddu maðk á og það beit strax. Svo þegar þær voru búnar með maðkana þá prófuðu þær bláber og það var alveg eins. Svo þegar þær fundu ekki fleir bláber þá prófuðu þau bláberjalauf og það var alveg sama, þeir bitu alveg jafn mikið á. Svo ef þið vilið veiða til að sleppa fiskunum þá farið þið í Flikkistjörn.
Flikkistjörn heitir líka öðru nafni Draugatjörn vagna þess að fyrir svona 150 árum þá þurfti að flytja líka út Þverárhlíðinni yfir í Norðurárdalinn og þetta var stysta leiðin. Það var frost og fólkið nennti ekki að krækja fyrir vatnið og hélt að ísinn myndi þola sig svo það labbaði yfir vatnið en það voru víst stærstu mistök þeirra í lífinu því ísinn gaf sig og líkið komst aldrei alla leið. Allir fórust og sagt er að á hverju ári gangi fólkið aftur en geri örðum ekki neitt.
Svona er Flikkistjörn (Draugatjörn).