Lengst af var Laxfoss mikill farartálmi fyrir laxinn en eftir að hann var lagfærður árið 1954 átti fiskurinn greiða leið að Glanna. Árin 1932 og 1964 var sprengt í Glanna til þess að greiða leið fiskjarins. Fullkominn laxastigi kom þó ekki fyrr en 1985. Eftir að laxastigarnir voru gerðir í Laxfoss og Glanna getur laxinn gengið alla leið uppí Holtavörðuvatn. Ekki er þó talið líklegt að hann gangi þangað í einhverju mæli.
Norðurá er skipt í þrjú svæði. Þau eru Norðurá I, Norðurá II og Flóðatangi. Norðurá I er besta veiðisvæðið og jafnframt það dýrasta. Það nær frá Hvammsleyti og að neðri símastaur. Norðurá II sem er einnig kölluð fjallið er öll áin fyrir ofan Stekk. Þar er ægætis laxavon. Flóðatangi er silungasvæðið í ánni það nær frá brúnni hjá Munaðarnesi að ármótum við Grímsá.
Meðalveiði í ánni frá 1974 - 2004 eru 1577 laxar. Mun meiri veiddist þetta sumar.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.