Í júní fór ég einu sinni í Hítarvatn. Þar veiddum við (vorum með þrjár stengur) fimm fiska sem voru allir um 1. pund á maðk.
Í byrjun Júlí fór ég að veiða í Víkurflóði sem er rétt hjá kirkjubæjarklaustri. Þegar við vorum þar var vont veður hvassviðri og rigning og við fengum engann en við sáum hinsvegar stóra sjóbirtinga þar rétt hjá.
Næst lá leiðin til Ólafsfjarðar þar sem skundað var niður á höfn með veiðistangir og spúna. Eftir nokkra klukkutíma lágu í valnum eitthvað um 25 þorskar, 3 krossfiskar, 1 koli og 2 ýsur.
Þá var farið í Hraunsfjörð rétt við Snæfellsnes. Ég var þar aðeins í tvo klukkutíma og hafði ekkert uppúr krafsinu. Hinsvegar sá ég stóra laxa stökkva þar.
Í lok júlí fór ég síðan í Þingvallavatnið góða og fékk eina murtu.
Síðasti veiðitúr sumarsins var í Grenlæk á svæði 3. Við vorum fjórir með tvær stengur í þrjá daga og fengum við 18 sjóbirtinga frá tveimur upp í 8 pund og tvær bleikjur 3. og 4. punda. Ég mæli eindregið með þessum stað.
Einnig fór ég sirka fimmtán sinnum í vatnið við sumarbústaðinn minn. Vatið heitir Hólmavatn og er það rétt hjá stóru skógum í Borgarfirði. Fjölskyldan mín hefur fengið 60 - 70 fiska þar í sumar frá einum fisk í nokkur skipti og uppí tólf eitt skipti.
Myndin er af nokkrum af þorskunum sem ég veiddi í Ólafsfirði.
Að lokum vil ég þakka fyrir mig og vona að þið hafið skemmt ykkur við lesturinn
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.