Mig langaði bara til að leggja í púkkið hérna og reyna að vekja fólk til lífsins. Því ég fór að veiða um seinustu helgi fyrir austan í vatni sem heitir fljótsbotn í meðallandi (um 30 km vestan við kirkjubæjarklaustur) og var með fluguna mína góðu og við félagarnir fengum 9 bleikjur á um einum og hálfum tíma.
Þetta vatn var í órækt fyrir um 8 árum síðan vegna mikils offramboðs á FISKI í vatninu og þeir voru allir smáir, einskonar murtur, síðan var vatnið grisjað og er allt annað að veiða í því í dag. Maður er að fá fína fiska í soðið og góða útiveru í leiðinni !
Það er ódýrt að veiða þarna 1000 kall. Sem er ekki neitt verð fyrir þennan stað, það er fallegt þarna og svo er ekki verra ef það er gott veður. Ég stefni að því að fara aftur um þessa helgi (ef ég get skotist í burtu af ættarmótinu :))
En endilega segiði okkur hvert stefnan liggur um þessa eða næstu helgi að veiða… við viljum veiða !!!!
Takk fyrir með fyrirvara um stafsetningar villur ! :))