Ég fór einusinni með fjöldskyldu minni, afa og ömmu og nokkrum ættingjum að veiða í Skriðdal.
Vatnið hét skriðuvatn og sér maður það strax og maður kemur af Breiðdalsheiðinni.
Ég og afi minn fórum seint um kvöldið niðrað vatninu. Afi tók upp spún og krækti í eina fallega bleikju og varð ég mjög öfundsjúkur.
Afi og barnabarnið löbbuðu heim í \'\' búðirnar \'\' hann með bleikju hangandi á vísifingri og ég ekki neitt. Ég vissi að ég þurfti að gera eitthvað, ég, aðal veiðimaðurinn í fjöldskyldunni ekki með fisk ? Hvað skyldi móðir mín segja ? Ég tók mig saman og sagði við afa minn að ég ætlaði að vera eftir og fiska aðeins lengur.
Ég var með 10 risastóra maðka sem að ég hafði keypt mér í veiðiflugunni á Reyðarfyrði. Ég tók flotholt og tvær sökkur og krók og batt á girnið, síðan krækti ég möðkunum á og kastaði.
Ég kastaði uppí strauminn og lét síðan renna eina 5-8 metra niður með. Þetta gerði ég einum 15 sinnum þangað til að ég sá holti rykkjast niður, það leið ekki á löngu þangað til að það kom upp aftur og maðkurinn horfinn af króknum, ég hugsaði með mér \'\' rosalega hlaut þetta að hafa verið stór fiskur \'\' svo kræktið ég tveimum möðkum á og gerði það sama aftur nema það leið ekki nema 1 mínúta þangað til að flotholtið var komið niður aftur.
Ég fann að hann hafði gleypt krókinn og fór ég mjög hægt í að hala inn, því þetta var rosa flykki. Þegar að ég hafði þreytt hann í einar 10 mín kom hann loksins á land, risastór urriði, einn sá stærsti sem að ég hafði veitt og hef veitt.
Ég labbaði með hann heim, en ekki eins og afi gerði með hann kreiktan á einum putta, heldur þurfti ég að halda á honum með báðum og með veiðistöngina í munnunum.
Þegar að ég var kominn heim áttu fjöldskyldumeðlimir mínir ekki til orð hvað litli stubburinn þeirra hafði afrekað og afi fór hljóðlátur inní húsbíl alveg blár af öfund. Síðan mældum við hann og mældist hann 12.pund eða 6.kg.
Þetta flikki borðuðum við í matinn kvöldið eftir, afi fékk sér nú ekkert að borða, hann var of upptekin við að veiða stærri fisk heldur en ég veiddi.
Já, þetta var veiðisagan mín úr Skriðdalnum og ætla ég vonandi að endurtaka hana næsta sumar eða þá eru liðin tvö ár síðan að ég fór þangað.
Kv. Mr.Ísfeld