Sælir..
Já það væri gaman að koma þessu áhugamáli almennilega í gang aftur.. þetta var nú eitt sinn mjög efnilegt og skemmtilegt áhugamál á huga..
í sumar var ég að vinna hér og þar í kringum landið.. ég fór nú voða lítið að veiða, en veiddi eitthvað af sjóbirting á Djúpavogi og á höfn…
Um leið og gæsavertíðin hófst svo var maður að sjálfsögðu mættur í skurðinn.. við fórum þrír saman í skurðinn með tvær byssur og skutum 14 fyrsta morguninn..
Ég held ég hafi fariðsamtals 7 ferðir í gæs, yfirleitt bara einn, en tvisvar með einhverjum öðrum..
Hápunkturinn var svo einhvern tímann seinni partinn í september þegar kuldakastið kom og megnið af heiðagæsinni kom niður í túnin.. þann morgunn hætti ég bara snemma, eða eitthvað fyrir eða um 10, einn að skjóta og búinn að fá 15 gæsir.. þetta náði allt samann hápunkti rétt um 10 þegar um 1500 heiðagæsir flugu lágflugi yfir mig.. hávaðinn var svakalegur.. ég varð svo dofinn að ég skaut ekki einu sinni á það heldur stóð bara upp og hélt fyrir eyrun..
hafði samtals 30 gæsir yfir haustið,15 af hvoru var þá kominn með alveg nóg.. skaut líka fáeinar endur, og stefni á að kíkja svoldið í önd í Jólamánuðinum, þegar maður kemst í frí..
heldur magnað einu sinni í haust þegar ég lá og beið eftir gæs, þá heyrðist alltí einu eitthvað kvisssss í skurðinum alveg við fæturnar á mér, mér dauðbrá, en fattaði strax hvað var að ske.. stóð upp og skaut tvær stokkendur..
kv.
Greini